Hvítstör (Carex bicolor)

Mynd af Hvítstör (Carex bicolor)
Mynd: Hörður Kristinsson
Hvítstör (Carex bicolor)

Útbreiðsla

Hún er einna algengust á landræna svæðinu norðan jökla á austanverðu landinu.

Búsvæði

Hvítstörin vex einkum á bökkum og eyrum meðfram ám, í rökum flögum og deigum móum til fjalla og inni á hálendinu.

Lýsing

Fremur lágvaxin stör (10–25 sm) hvítleit, með bústin öx, stráin leggjast niður við aldinþroskun.

Blað

Stráin grönn og lotin eða liggja á jörðinni. Blöðin 1,5–2,5 mm, flöt eða lítið eitt kjöluð, oft með niðurbeygðum jöðrum (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Venjulega tvö til þrjú bústin öx. Axhlífar dökkbrúnar, snubbóttar, oft með grænni miðtaug. Hulstrin öfugegglaga, snubbótt í toppinn og trjónulaus, hvítgræn eða ljósblágræn, með hrjúfu yfirborði. Tvö fræni (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst rauðstör en hvítstör þekkist á ljósari hulstrum og lengri, jarðlægum stráum.

Útbreiðsla - Hvítstör (Carex bicolor)
Útbreiðsla: Hvítstör (Carex bicolor)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |