Belgjastör (Carex panicea)

Mynd af Belgjastör (Carex panicea)
Mynd: Hörður Kristinsson
Belgjastör (Carex panicea)

Útbreiðsla

Útbreidd um allt land en vex í meira magni á Suðurlandi en Norðausturlandi. Belgjastörin vex einkum á láglendi upp að 350 m. Hæsti fundarstaður hennar er í 550 m í hlíðum Járnskara í Norðfirði (Hjörleifur Guttormsson) og í 400 m við Gönguskarð í Kinnarfjöllum (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Deiglendir móar, rök móaflög, mýrar og lækjarbakkar.

Lýsing

Meðalstór stör (15–35 sm) með eitt til þrjú legglöng en nokkuð upprétt kvenöx og einu uppréttu karlaxi í toppinn. Blómgast í júní–júlí.

Blað

Blöðin allbreið, 2,5–4 mm, blágræn, slíður stoðblaðanna löng, 10–20 mm (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Eitt til þrjú legglöng, nokkuð upprétt kvenöx og eitt karlax í toppinn. Axhlífar ljósar eða dökkbrúnar, yddar í endann, með mjóum hvítleitum himnufaldi. Hulstrin grænbrún eða dökkbrún, 4–5 mm löng, útbelgd, með skakkri trjónu. Þrjú fræni (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist slíðrastör en belgjastörin þekkist einkum á blágræna litnum og á dekkri, útblásnari hulstrum.

Útbreiðsla - Belgjastör (Carex panicea)
Útbreiðsla: Belgjastör (Carex panicea)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |