Línstör (Carex brunnescens)

Mynd af Línstör (Carex brunnescens)
Mynd: Hörður Kristinsson
Línstör (Carex brunnescens)

Útbreiðsla

Sjaldgæf stör. Fundarstaðirnir eru nokkuð dreifðir um landið en oftast er mjög lítið af henni í hverjum stað. Flestir eru þeir frá láglendi upp í 400 m hæð en hæsti skráði fundarstaður er í Þjófadölum á Kili í 600 m hæð (Steindór Steindórsson) (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Vex í grasbollum og á þurrum grundum.

Lýsing

Meðalhá stör (10–40 sm) með fíngerðum blöðum og nokkur, nær hnöttótt öx.

Blað

Myndar þúfur eða toppa. Blöð grönn, græn, 1–2 mm breið (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Fjögur til sjö, hnöttótt öx, oft þétt saman efst en vel aðskilin neðar. Karlblóm neðst í hverju axi (Lid og Lid 2005).

Greining

Líkist blátoppastör en hefur móleitari, styttri og hnöttóttari öx og fíngerðari strá.

Útbreiðsla - Línstör (Carex brunnescens)
Útbreiðsla: Línstör (Carex brunnescens)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |