Flóastör (Carex limosa)

Mynd af Flóastör (Carex limosa)
Mynd: Hörður Kristinsson
Flóastör (Carex limosa)

Útbreiðsla

Finnst allvíða um land, algengust á Suðvestur- og Vesturlandi. Hún vex eingöngu í vel blautum flóum á láglendi upp að 300 m. Hæstu fundarstaðir hennar eru í 470 m hæð í Kurbrandsmýri á Eyvindarstaðaheiði (staður sem nú er kominn undir Blöndulón) og í 400–440 m í Heiðarárdrögum á Hrunamannaafrétti og Súlumýrum syðri í Eyjafirði (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Flóar.

Lýsing

Meðalstór stör (15–35 sm) með einu uppréttu karlaxi í toppinn og einu til tveimur legglöngum kvenöxum. Blómgast í júní–júlí.

Blað

Stráin þrístrend, oft nokkuð snörp. Blöðin fremur mjó, 1,5–2 mm, blágræn, nokkuð löng, M- eða V-laga (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Eitt til tvö allstór, hangandi, legglöng kvenöx og eitt upprétt karlax. Axhlífar ljósbrúnar, yddar, með slitróttum jaðri að ofan. Hulstrið ljósmóleitt, gulbrúnt, trjónulaus, hrjúft. Frænin þrjú (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist keldustör en flóastörin þekkist á styttri axhlífum, lengri kvenöxum og mjórri, blágrænni og þéttstæðari blöðum. Hengistör þekkist frá flóastör á dekkri, styttri og blómfærri kvenöxum, hún er einnig smávaxnari og blaðstyttri.

Útbreiðsla - Flóastör (Carex limosa)
Útbreiðsla: Flóastör (Carex limosa)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |