Válistar og friðun

Válisti er skrá yfir lífverur sem eiga undir högg að sækja, eru í útrýmingarhættu eða hefur verið útrýmt. Við gerð válista er stuðst við viðmið Alþjóðanáttúruverndarsambandsins, IUCN, en það gerir kröfur um nokkuð nákvæma vitneskju um útbreiðslu tegunda, fjölda einstaklinga og stofnstærðarbreytingar.

Náttúrufræðistofnun Íslands tekur saman Válista yfir lífríki landsins. Válisti æðplantna var síðast gefinn út árið 2018 en eldri útgáfur hans eru frá 2008 og 1996. Í válista 1996 voru einnig metnar tegundir fléttna, mosa og ýmissa botnþörunga.

Tunguskollakambur
Mynd: Ásrún Elmarsdóttir

Tunguskollakambur er á válista og vex á örfáum jarðhitasvæðum

Æðplöntur

Á Válista æðplantna 2018 er fjallað um 85 æðplöntutegundir. Þeim er raðað í átta válistaflokka IUCN og eru 56 tegundir á válista Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Mosar

Á Válista plantna 1996 eru 74 tegundir baukmosa. Þekking á hornmosum og soppmosum var ekki talin nægjanleg til að meta þær fylkingar.

Fléttur

Á Válista plantna 1996 eru 67 tegundir fléttna. Flokkunin náði einungis til blað- og runnfléttna sem eru tæplega helmingur þekktra tegunda á landinu. Ekki hefur verið farið út í endurskoðun válistaflokkunar fléttna enda eru gögn ónóg varðandi útbreiðslu flestra tegunda.

Friðun

Alls 31 tegund er friðuð samkvæmt auglýsingu um friðlýsingu nokkurra plöntutegunda. Samkvæmt friðlýsingunni er bannað að slíta af plöntunum sprota, blöð, blóm eða rætur, traðka á þeim, grafa þær upp eða skerða á annan hátt.

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |