Acta Botanica Islandica

Acta Botanica Islandica er tímarit helgað íslenskri grasafræði. Þar eru birtar vísindalegar greinar sem oftast eru á ensku en þó kemur fyrir að birtar eru greinar á þýsku eða frönsku.

Tímaritið hóf göngu sína árið 1972 og hefur útgáfan verið í höndum Náttúrufræðistofnunar Íslands frá árinu 1995. Að meðaltali hefur komið út eitt hefti annað hvert ár en síðustu ár hefur útgáfan verið stopulli. Síðasta hefti kom út árið 2011.

Ritstjóri er Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir og aðstoðarritstjóri Starri Heiðmarsson.

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |