Frjókorn

Náttúrufræðistofnun Íslands annast frjómælingar og gefur út frjókornaspá og samantekt frjómælinga. Frjógildrur eru staðsettar í Garðabæ og á Akureyri. Frjófréttir eru birtar með öðrum fréttum á vefnum.

Skýringarmynd af frjókornum
Mynd: Anette Th. Meier

Frjókorn myndast í frjóhnöppunum, sem eru yst á fræfli (karlæxlunarfærum jurta) og eru hliðstæða sæðisfrumu dýra. Þau berast oftast á milli plantna með vindi eða skordýrum. Berist frjókorn á fræni vex frjópípa niður í eggið, frjóvgar það og fræ eða aldin þroskast. Frjókorn sjást ekki með berum augum (þau eru aðeins 0,1– 0,01 mm að stærð) en eru margbreytileg og misjöfn að gerð og í útliti. Þegar fræflar eru hristir yfir hvítu blaði má sjá gult eða rauðgult duft á blaðinu, þar er aragrúi örsmárra frjókorna á ferð. Fræflar hanga oft út fyrir sjálft blómið svo vindur eigi greiðan aðgang að frjóhnapp og frjóhirslum sem geyma frjókornin.

Frjókorn geta valdið ofnæmi meðal manna og því er magn þeirra í lofti mælt yfir sumartímann og upplýsingum miðlað jafnóðum og þær berast. Frjótölur eru gefnar upp sem meðalfjöldi frjókorna í einum rúmmetra andrúmslofts á sólarhring.

 

Frjókorn aðalbláberjalyngs (Vaccinium myrtillus)
Mynd: Friðgeir Grímsson

Frjókorn aðalbláberjalyngs (Vaccinium myrtillus)

Frjókorn baldursbrár (Tripleurospermum maritimum)
Mynd: Friðgeir Grímsson

Frjókorn baldursbrár (Tripleurospermum maritimum)

Frjókorn skeggsanda (Arenaria norvegica)
Mynd: Friðgeir Grímsson

Frjókorn skeggsanda (Arenaria norvegica)

Frjókorn blágresis (Geranium sylvaticum)
Mynd: Friðgeir Grímsson

Frjókorn blágresis (Geranium sylvaticum)

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |