Leyfisveitingar

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur umsjón með útgáfu á leyfi fyrir útflutning náttúrugripa en samkvæmt lögum um stofnunina nr. 60/1992 má ekki flytja úr landi náttúrugripi nema með leyfi hennar og getur stofnunin sett skilyrði hverju sinni. Sama á við um örverur sem eiga uppruna sinn á jarðhitasvæðum og erfðaefni þeirra. Stofnuninni er ætlað að meta hvort eitthvað það sem finna má í náttúrunni sé það sérstakt eða fágætt að um sé að ræða náttúrugrip sem hafi það mikið gildi fyrir Ísland að um sé að ræða ,,þjóðargersemi“ sem ekki megi heimila að flytja úr landi. Til glöggvunar má til dæmis nefna fágætar steindir og steingervinga.

Gjald vegna úgáfu á útflutningsleyfi fyrir rannsóknarsýni er kr. 50.000 og vegna útgáfu á útflutningsleyfi til almennings fyrir minjagripi og uppstoppuð dýr kr. 7.150, samkvæmt gjaldskrá Náttúrufræðistofnunar.

Fylla þarf út eyðublað (pdf) og senda formlegt erindi til stofnunarinnar á netfangið ni@ni.is.

Stofnunin hefur einnig umsjón með fuglamerkingaleyfum.

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |