Klófífa (Eriophorum angustifolium)

Mynd af Klófífa (Eriophorum angustifolium)
Mynd: Hörður Kristinsson
Klófífa (Eriophorum angustifolium)
Mynd af Klófífa (Eriophorum angustifolium)
Mynd: Hörður Kristinsson
Klófífa (Eriophorum angustifolium)

Útbreiðsla

Hún er mjög algeng um allt land frá láglendi upp í 700–800 m hæð (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Flóar, mýrar og blautir tjarnabakkar (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Lýsing

Meðalhá planta (20–40 sm) með fjórum til sex drúpandi öxum, fræin með löngum hvítum hárum. Blómgast í júní.

Blað

Stöngullinn sívalur. Blöðin 4–8 mm á breidd, flöt eða kjöluð neðan til en verða hvassþrístrend ofan til. Síðsumars mynda blöð hennar rauða fláka í flóum hálendisins (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin í fjórum til sex, leggjuðum, drúpandi öxum til hliðar við alllangt, grænt stoðblað. Axhlífarnar himnukenndar og glærar neðst, grábrúnar ofan til. Blómin umkringd hvítum hárum í stað blómhlífar og lengjast þau við aldinþroskunina (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Með 2–3 sm löng, hvít svifhár (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Klífífa er auðþekkt frá hrafnafífu á mörgum öxum og breiðari blöðum, þrístrendum í oddinn.

Útbreiðsla - Klófífa (Eriophorum angustifolium)
Útbreiðsla: Klófífa (Eriophorum angustifolium)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |