Hrafnastör (Carex saxatilis)

Mynd af Hrafnastör (Carex saxatilis)
Mynd: Hörður Kristinsson
Hrafnastör (Carex saxatilis)
Mynd af Hrafnastör (Carex saxatilis)
Mynd: Hörður Kristinsson
Hrafnastör (Carex saxatilis)

Útbreiðsla

Hrafnastör er algeng um mestallt land frá láglendi upp í 700 til 800 m hæð. Hæst er hrafnastörin fundin á Merkigilsfjalli við Austurdal, Skagafirði í 900 m hæð og meðfram Laugarfellshnjúk í 750 m (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Mýrar eða mýraflög, oft grýttar, einnig uppþornaðir tjarnabotnar eða tjarnajaðrar. Einkum til fjalla (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Lýsing

Meðalstór stör (15–35 sm) með tvö, gljáandi, dökk kvenöx og eitt karlax í toppinn. Blómgast í júní–júlí.

Blað

Blöðin rennulaga, 2–4 mm breið, rendur upporpnar (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Oftast með tvö gljáandi, dökkbrún eða brúnsvört kvenöx og eitt karlax í toppinn. Axhlífar svartar, miðtaugin samlit. Hulstrin oftast dökkbrún eða svört, sjaldnar ljósmóbrún neðan til gljáandi, með trjónu (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist engri annarri íslenskri tegund.

Útbreiðsla - Hrafnastör (Carex saxatilis)
Útbreiðsla: Hrafnastör (Carex saxatilis)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |