Gullstör (Carex viridula)

Mynd af Gullstör (Carex viridula)
Mynd: Hörður Kristinsson
Gullstör (Carex viridula)
Mynd af Gullstör (Carex viridula)
Mynd: Hörður Kristinsson
Gullstör (Carex viridula)

Útbreiðsla

Gullstör er fremur sjaldgæf. Hún vex aðallega neðan 200 m á láglendi, hæstu fundarstaðir eru í Mývatnssveit í 270–300 m (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Deiglendi í uppþornuðum tjarnabotnum eða tjarnajöðrum, í mýrum og við laugar.

Lýsing

Smávaxin stör (5–18 sm) með tvö til þrjú nær hnöttótt, græn kvenöx og eitt karlax. Blómgast í júní–júlí.

Blað

Blaðsprotar oft þéttstæðir, blöðin 1,5–3 mm breið, oft flöt. Stráin þrístrend. Langt, oft niðurvísandi stoðblað neðan við öxin (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Tvö til þrjú egglaga eða nær hnöttótt græn kvenöx, a.m.k. tvö þau efstu þéttstæð. Eitt karlax í toppinn. Axhlífar ljósar, gulgrænar eða gulbrúnar, stundum fagurgrænar umhverfis miðtaugina, odddregnar. Hulstrið grænt eða gulgrænt, 2–2,5 mm langt, rifjað eða taugabert með afar langri trjónu. Þrjú fræni (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst grænstör og trjónustör. Grænstör hefur dökkgrænna og stærra hulstur en gullstör, stráin ná oftast langt upp fyrir stofnblöðin. Trjónustör er miklu hávaxnari en gullstör og með stærri öx, hulsturtrjónan lengri og oftast bogin.

Útbreiðsla - Gullstör (Carex viridula)
Útbreiðsla: Gullstör (Carex viridula)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |