Hárleggjastör (Carex capillaris)

Mynd af Carex capillaris
Mynd: Hörður Kristinsson
Carex capillaris
Mynd af Carex capillaris
Mynd: Hörður Kristinsson
Carex capillaris

Útbreiðsla

Hún er algeng um allt land frá láglendi upp í 600 m hæð. Hæst er hún fundin á Kiðagilshnjúk í 750 m hæð og Böggvisstaðafjalli við Dalvík í 700 m (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Móar og hálfdeigjur.

Lýsing

Lágvaxin stör (8–25 sm) með tveim til þreim kvenöxum hangandi á hárfínum, löngum leggjum. Blómgast í júní.

Blað

Stráin sljóstrend, gárótt. Blöðin flöt, 1–2 mm breið neðan til, þrístrend í endann (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Tvö til þrjú kvenöx hangandi á hárfínum, löngum leggjum. Eitt lítið karlax. Kvenöxin eru lítil og fíngerð, ljósgræn í fyrstu en verða síðan ljósbrún. Axhlífar ljósbrúnar með hvítleitum, himnukenndum, slitróttum jöðrum. Hulstrið ljósbrúnt eða grænleitt, með alllangri trjónu, gljáandi, um 3 mm á lengd. Þrjú fræni (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist toppastör sem hefur kvenblóm ofan til í endaaxinu og karlblóm neðst, kvenöxin eru brúnni, uppréttari og dreifast með lengra millibili um stöngulinn.

Útbreiðsla - Hárleggjastör (Carex capillaris)
Útbreiðsla: Hárleggjastör (Carex capillaris)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |