Grástör (Carex flacca)

Mynd af Grástör (Carex flacca)
Mynd: Hörður Kristinsson
Grástör (Carex flacca)

Útbreiðsla

Grástör er nokkuð algeng á ákveðnum svæðum á Suður- og Suðvesturlandi, einnig norðan til á Austfjörðum en er ófundin annars staðar. Flestir fundarstaðir grástarar eru neðan 200 m hæðar, hæst er hún skráð á Barkarstöðum í Fljótshlíð og í Þórsmörk í 240–250 m hæð (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Grónar brekkur, mólendi og grasbalar.

Lýsing

Allstór stör (25–45 sm) með eitt eða tvö karlöx í toppinn og nokkur hangandi kvenöx fyrir neðan. Blómgast í júní–júlí.

Blað

Stráin þrístrend. Blöðin áberandi blágræn, flöt með niðurorpnum röndum, 3–5 mm breið (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Eitt eða tvö toppstæð karlöx, tvö til fjögur kvenöx, þau neðri á hárfínum leggjum, 2–3 sm löng. Axhlífar dökkgrábrúnar, oft með grænleitri miðtaug. Hulstrin græn eða dökkgrábrún, fínbroddótt, oft mislit, með svartri trjónu. Þrjú fræni (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist slíðrastör og belgjastör. Grástörin þekkist á stuttu slíðri (2–5 mm) stoðblaðanna og á lengri, dekkri öxum.

Útbreiðsla - Grástör (Carex flacca)
Útbreiðsla: Grástör (Carex flacca)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |