Broddastör (Carex microglochin)

Mynd af Broddastör (Carex microglochin)
Mynd: Hörður Kristinsson
Broddastör (Carex microglochin)

Útbreiðsla

Nokkuð algeng um landið frá láglendi upp í 600 m hæð. Hæstu fundarstaðir eru við efri hitulaug við Marteinsflæðu í 770 m og við Jökulsá vestari hjá Illviðrahnjúkum í 750 m (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Sendnir bakkar, oft í rökum, grunnum jarðvegi yfir klöppum eða í mýrum.

Lýsing

Smávaxin stör (5–20 sm) með stuttu, endastæðu axi. Blómgast í júní.

Blað

Stráið sívalt, gárað, blöðin mjög grönn, nær sívöl en grópuð neðst (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Axið stutt og endastætt, með áberandi broddum sem vísa upp meðan störin er að þroskast en síðan niður. Kvenaxhlífarnar breiðar, sljóyddar að framan, egglaga. Frænin þrjú. Hulstrið langt (6–10 mm) og mjótt, sívalt, mjókkar jafnt upp. Við hlið frænanna vex upp úr hulstrinu grænn broddur sem ásamt því beinist síðar niður. Verður axið því við þroskun með áberandi niðurvísandi broddum (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist mögulega hagastör eftir að hulstrin sveigjast niður, áður svipar henni til sérbýlisstarar eða fitjaskúfs. Broddstörin er auðkennd á broddinum sem vex upp úr hulstrinu.

Útbreiðsla - Broddastör (Carex microglochin)
Útbreiðsla: Broddastör (Carex microglochin)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |