Rjúpustör (Carex lachenalii)

Mynd af Rjúpustör (Carex lachenalii)
Mynd: Hörður Kristinsson
Rjúpustör (Carex lachenalii)

Útbreiðsla

Algeng til fjalla um allt land frá um 300 m hæð upp fyrir 1000 m. Hæstu fundarstaðir eru í 1200 m hæð á Héðinsdalsbrúnum við botn Hjaltadals og 1190 m við Blámannshatt í Höfðahverfi (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Rakar snjódældir, hálfdeigir lækjarbakkar og gil til fjalla.

Lýsing

Meðalhá stör (12–30 sm) með nokkur ljósbrún öx á stráendanum, toppaxið stærst. Blómgast í júní–júlí.

Blað

Stráin í þéttum toppum, þrístrend. Blöðin 1,5–2,5 mm breið, flöt, snarprend í endann. Blaðsprotar skástæðir (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Þrjú til fjögur öx á stráendanum og er toppaxið stærst. Karlblóm er að finna neðst í öllum öxunum. Axhlífar ljósbrúnar, egglaga, snubbóttar í endann, himnurendar. Hulstrið dregst saman í trjónu í endann, gulgrænt eða gulbrúnt, með sléttu yfirborði, frænin tvö (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist heigulstör sem vex þó nær eingöngu á sendnum, deigum bökkum niðri við sjávarmál. Eins hefur hún lengri, grennri og læpulegri strá sem leggjast útaf við aldinþroskun. Hulstrin eru auk þess með skýrum, upphleyptum taugum.

Útbreiðsla - Rjúpustör (Carex lachenalii)
Útbreiðsla: Rjúpustör (Carex lachenalii)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |