Fölvastör (Carex livida)

Mynd af Fölvastör (Carex livida)
Mynd: Hörður Kristinsson
Fölvastör (Carex livida)

Útbreiðsla

Sjaldgæf stör en er einna algengust utan til á Fljótsdalshéraði og við norðanverðan Faxaflóann, sjaldséð annars staðar. Venjulega vex hún aðeins á litlum blettum, þar sem flóarnir eru blautastir. Fölvastörin vex nær eingöngu á láglendi, hæstu fundarstaðir hennar eru á Fljótsheiði á Norðurlandi í um 250–330 m hæð, m.a. við Hrappstaðaselstjörn (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Vex eingöngu í rennblautum flóum sem dúa undan fótum manns (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Lýsing

Meðalhá stör (15–25 sm) með eitt til tvö upprétt, stuttleggjuð, fáblóma kvenöx og eitt karlax í toppinn. Blómgast í júní–júlí.

Blað

Blöðin blágræn, kjöluð og samanbrotin (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Eitt til tvö upprétt, stuttleggjuð, fáblóma kvenöx og eitt karlax í toppinn. Axhlífar brúnar með grænni miðtaug, snubbóttar. Hulstrið ljósblágrænt eða gulgrænt, trjónulaust. Þrjú fræni (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist belgjastör en fölvastör hefur þéttstæðari, blómfærri kvenöx og ljósari, trjónulaus hulstur.

Útbreiðsla - Fölvastör (Carex livida)
Útbreiðsla: Fölvastör (Carex livida)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |