Hrafnafífa (Eriophorum scheuchzeri)

Mynd af Hrafnafífa (Eriophorum scheuchzeri)
Mynd: Hörður Kristinsson
Hrafnafífa (Eriophorum scheuchzeri)
Mynd af Hrafnafífa (Eriophorum scheuchzeri)
Mynd: Hörður Kristinsson
Hrafnafífa (Eriophorum scheuchzeri)
Mynd af Hrafnafífa (Eriophorum scheuchzeri)
Mynd: Hörður Kristinsson
Hrafnafífa (Eriophorum scheuchzeri)
Mynd af Hrafnafífa (Eriophorum scheuchzeri)
Mynd: Hörður Kristinsson
Hrafnafífa (Eriophorum scheuchzeri)

Útbreiðsla

Hún er algeng frá láglendi upp í 800 m hæð eða meir (900 m í Gæsavötnum). Hæst er hún skráð í Vonarskarði í 1060 m og í Grænutjörn í Kerlingarfjöllum í 1100 m, líklega á báðum þeim stöðum við jarðhita (Hörður Kristinsson 1998).

Búsvæði

Einkum áberandi sem landnemi þar sem gröftur hefur farið fram í mómýrum, t.d. í gömlum brautarskurðum. Einnig í blautum flögum, sendnum áreyrum, uppsprettum og öðru votlendi.

Lýsing

Meðalhá planta (20–30 sm) með einu, endastæðu, stuttu axi. Fræin með löng, hvít svifhár, blómgast í maí–júní.

Blað

Stöngullinn sívalur, blöðin mjó (1–2 mm), þykk en grópuð neðan til, ganga síðan fram í flatan odd (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru í einu, endastæðu, stuttu axi sem er umlukið nokkrum, dökkbrúnum, himnukenndum axhlífum, glærum neðan til en dökkbrúnum efst, oddmjóum. Blómin með þrem fræflum. Frjóhirslur gular, stuttar (1–2 mm). Frævan með löngum stíl og þríklofnu fræni. Blómin umkringd hvítum hárum í stað blómhlífar, þau eru stutt í fyrstu en lengjast mikið við aldinþroskun (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Fræin eru með 2–3 sm löngum, hvítum svifhárum (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Hún getur vaxið í miklu þéttari breiðum en klófífan.

Útbreiðsla - Hrafnafífa (Eriophorum scheuchzeri)
Útbreiðsla: Hrafnafífa (Eriophorum scheuchzeri)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |