Heiðastör (Carex heleonastes)

Mynd af Heiðastör (Carex heleonastes)
Mynd: Hörður Kristinsson
Heiðastör (Carex heleonastes)

Útbreiðsla

Mjög sjaldgæf. Hún hefur aðeins fundist á austanverðu Norðurlandi og virðast aðalheimkynni hennar vera í flóum Fljótsheiðarinnar.

Búsvæði

Mýrar og flóar.

Lýsing

Meðalhá stör (15–40 sm) með löngum blágrænum blöðum og nær hnöttóttum öxum.

Blað

Myndar gisnar þúfur. Blöð löng og blágræn, 1–2 mm á breidd. Strá bein og upprétt, hvassstrend og ójöfn efst (Lid og Lid 2005).

Blóm

Axskipan þétt, með þrjú til fimm grábrún, egglaga eða nær hnöttótt öx. Karlblóm neðst í öxunum. Axhlífar brúnar og yddar með breiðum himnufaldi og ljósri taug, örlítið styttri en hulstrin. Hulstur 2,5–3,5 mm löng, grágræn með lítt áberandi taugum og stuttri trjónu (Lid og Lid 2005).

Greining

Öxin á heiðastörinni líkjast í fljótu bragði öxum rjúpustararinnar en eru þó heldur bústnari og dekkri. Þrístrent stráið er einnig mjög snarpt af niðurvísandi broddum á köntum þess. Heiðastörin er einnig hávaxnari og uppréttari en rjúpustörin sem aldrei vex í flóum. Heiðastör vex heldur ekki í toppum heldur á strjáli.

Válisti

VU (tegund í nokkurri hættu)

Ísland Heimsválisti
VU DD

Forsendur flokkunar

Heiðastör flokkast sem tegund í nokkurri hættu þar sem stofninn er talinn lítill og telji færri en 1000 fullþroska einstaklinga auk þess sem vaxtarsvæði tegundarinnar er takmarkað, u.þ.b. 9 km2.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2008: Heiðastör er á válista í hættuflokki VU (í yfirvofandi hættu).

Válisti 1996: Heiðastör er á válista í hættuflokki VU (í yfirvofandi hættu).

Verndun

Útbreiðsla - Heiðastör (Carex heleonastes)
Útbreiðsla: Heiðastör (Carex heleonastes)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |