Blátoppastör (Carex canescens)

Mynd af Blátoppastör (Carex canescens)
Mynd: Hörður Kristinsson
Blátoppastör (Carex canescens)
Mynd af Blátoppastör (Carex canescens)
Mynd: Hörður Kristinsson
Blátoppastör (Carex canescens)

Útbreiðsla

Allalgeng um allt land frá láglendi upp í um 500 m hæð. Hæstu fundarstaðir eru í 730 m hæð í botni Glerárdals við Akureyri og í 660 m í Kýlingum á Landmannaafrétti (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Vex í deiglendi og ekki mjög blautum mýrum, einkum oft á tjarnabökkum eða við uppþornuð tjarnastæði (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Lýsing

Meðalhá stör (20–50 sm) með litlum, ljósleitum öxum sem liggja þétt upp við stráið. Blómgast júní–júlí.

Blað

Vex í þéttum, allstórum toppum. Stráin hvassþrístrend og vanalega skástæð út frá miðju toppsins. Blöðin flöt, 1,5–3,5 sm breið (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Fjögur til sjö, öfugegglaga, aflöng, ljósgrágræn öx með nokkru millibili á stráunum. Örfá karlblóm neðst í hverju axi. Axhlífar ljósgrænar, himnukenndar, odddregnar. Hulstrin ljósgulgræn, topplaga, frænin tvö (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst línstör en hún hefur móleitari, styttri og hnöttóttari öx og fíngerðari strá.

Útbreiðsla - Blátoppastör (Carex canescens)
Útbreiðsla: Blátoppastör (Carex canescens)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |