Gulstör (Carex lyngbyei)

Mynd af Gulstör (Carex lyngbyei)
Mynd: Hörður Kristinsson
Gulstör (Carex lyngbyei)

Útbreiðsla

Algeng á láglendi í kring um landið, sums staðar nær hún upp í 500 m hæð yfir sjó. Hún nær almennt upp í um 500–600 m hæð á hálendinu, hæst skráð í 700 m hæð við Eyjabakka og Hvítárvatn en eintök frá þeim stöðum eru a.m.k. í sumum tilfellum kynblendingar við stinnastör (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Flóar, flæðimýrar og tjarnarbakkar á láglendi. Á hálendinu einkum við járnríkar keldur og uppsprettur.

Lýsing

Stórvaxin stör (25–125 sm) með tveim til fjórum hangandi kvenöxum og einu til tveimur uppréttum kvenöxum. Blómgast í júní.

Blað

Stráin skarpþrístrend. Blöðin afar stór og gróf, 4–10 mm breið, með niðurorpnum röndum og verða þau gulgræn síðsumars. Blaðslíðrin oft rauðleit eða rauðbrún (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Tvö til fjögur hangandi, legglöng, 2–3 sm löng kvenöx og eitt til tvö upprétt karlöx. Axhlífarnar dökkbrúnar, gljáandi, oddmjóar með löngum oddi. Hulstrin oddbaugótt, trjónulaus, mött. Frænin tvö (Hörður Kristinsson 1998).

Afbrigði

Myndar stundum kynblendinga við stinnastör (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Greining

Líkist einna helst marstör en t.d. hanga kvenöx hennar ekki á sama hátt og gulstararinnar.

Útbreiðsla - Gulstör (Carex lyngbyei)
Útbreiðsla: Gulstör (Carex lyngbyei)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |