Bjúgstör (Carex maritima)

Mynd af Bjúgstör (Carex maritima)
Mynd: Hörður Kristinsson
Bjúgstör (Carex maritima)

Útbreiðsla

Finnst víða. Á miðhálendinu er bjúgstörin algeng upp í 900 m hæð en hæstu fundarstaðir eru á Hólafjallsleið við Eyjafjörð í 1020 m og í Vonarskarði í 950 m (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Rakir, sendnir árbakkar og eyrar, deigir sandar við sjó og inni á öræfunum.

Lýsing

Fremur lágvaxin stör (8–20 sm). Öxin mynda keilulaga hnapp, stráin oftast bogin. Blómgast í júní.

Blað

Stráið nær sívalt, oftast kengbogið. Blöðin mjó, um 1–1,5 mm, rennulaga neðan til en þrístrend í endann. Myndar mjög langar, greindar og skriðular renglur, einkum þegar hún vex í sandi (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Nokkur, þéttstæð öx sem mynda keilulaga hnapp (1,5x1 sm), líkt og eitt ax væri. Karlblóm efst í hverju axi en kvenblóm neðar. Axhlífar brúnar, himnukenndar, með skarpri miðtaug sem gengur út í brodd. Hulstrið gljáandi, grænt, einkum neðst, oft brúnt ofan til, með rennilegri alllangri trjónu. Tvö fræni (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist engri annarri íslenskri tegund.

Útbreiðsla - Bjúgstör (Carex maritima)
Útbreiðsla: Bjúgstör (Carex maritima)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |