Móastör (Carex rupestris)

Mynd af Móastör (Carex rupestris)
Mynd: Hörður Kristinsson
Móastör (Carex rupestris)

Útbreiðsla

Móastörin hefur eindregna landræna útbreiðslu á Íslandi. Hún er því mjög algeng um landið norðaustanvert, einkum inn til landsins. Hún kemur aðeins fyrir við innanvert Djúpið á Vestfjörðum en finnst varla utan þessara svæða. Móastörin er nokkuð harðgerð og finnst því oft nokkuð hátt til fjalla. Hæstu fundarstaðir eru í Hlíðarskál við Akureyri í 1050 m hæð, Möðruvallafjalli í Hörgárdal í 950 m og við Bleikálukvísl á Hofsafrétti í 850 m hæð (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Þurr móabörð og þúfnakollar.

Lýsing

Fremur smávaxin stör (6–18 sm) með eitt, stutt, endastætt ax. Blómgast í maí–júní.

Blað

Blöðin í þéttum toppum, áberandi beygð í allar áttir, 1–2 mm breið, snarprend, grópuð neðan til en þrístrend í oddinn, oftast mikið eftir af visnuðum blaðleifum fyrri ára (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Eitt stutt (8–15 mm), endastætt ax, með karlblómum efst, kvenblómum neðar. Axhlífar himnukenndar, dökkbrúnar, breiðegglaga eða nær kringlóttar. Hulstrin sljóþrístrend, brún, með örstuttri trjónu, gljáandi taugaber. Frænin þrjú (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst dvergstör sem vex á svipuðum stöðum. Móastörin er grófari og með áberandi bognum blöðum og einu axi en dvergstörin hefur mörg.

Útbreiðsla - Móastör (Carex rupestris)
Útbreiðsla: Móastör (Carex rupestris)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |