Heigulstör (Carex glareosa)

Mynd af Heigulstör (Carex glareosa)
Mynd: Hörður Kristinsson
Heigulstör (Carex glareosa)
Mynd af Heigulstör (Carex glareosa)
Mynd: Hörður Kristinsson
Heigulstör (Carex glareosa)

Búsvæði

Vex nær eingöngu á sendnum, deigum bökkum niðri við sjávarmál.

Lýsing

Lágvaxin stör (10–30 sm) með niðursveigð strá og mjó, blágræn blöð.

Blað

Myndar þéttar þúfur. Blöð þráðmjó, rennulaga og blágræn, oftast sveigð. Strá grönn, ójöfn efst, sveigjast þar til þau eru komin alveg niður að jörð (Lid og Lid 2005).

Blóm

Axskipanin með tvö til fjögur öx, þétt og aflöng. Efsta axið oftast stærst og lítið eitt afrúnnað. Karlblóm neðst í öxum. Axhlífar með brúnar með breiðum himnufaldi og ljósum taugum (Lid og Lid 2005).

Greining

Líkist mjög rjúpustör en hefur önnur kjörlendi, lengri, grennri og læpulegri strá sem leggjast útaf við aldinþroskun. Hulstrin eru með skýrum, upphleyptum taugum.

Útbreiðsla - Heigulstör (Carex glareosa)
Útbreiðsla: Heigulstör (Carex glareosa)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |