Dúnhulstrastör (Carex pilulifera)

Mynd af Dúnhulstrastör (Carex pilulifera)
Mynd: Hörður Kristinsson
Dúnhulstrastör (Carex pilulifera)

Útbreiðsla

Fremur sjaldgæf, bundin við ákveðna landshluta. Hún hefur aðeins fundist á láglendi neðan 200 m hæðar (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Þurrir grasbalar, bollar og gilbrekkur.

Lýsing

Meðalstór stör (15–35 sm) með granna, læpulega stöngla og fremur þéttstæð, lítil öx. Blómgast í júlí.

Blað

Grannir, læpulegir stönglar. Stráin mjög grönn (1 mm), þrístrend efst, hanga niður eða leggjast útaf síðsumars. Blöðin flöt eða kjöluð, með niðurorpnum röndum, 1,5–3,5 mm breið. Stoðblað neðsta axins oft áberandi, 5–15 mm langt (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Tvö til þrjú fremur þéttstæð kvenöx og eitt karlax í stráendanum. Axhlífarnar ljósmóleitar, miðtaugin stendur fram úr og myndar brodd. Hulstrið hært, bústið og með trjónu. Frænin þrjú (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist engri annarri íslenskri tegund nema mögulega vorstör sem hefur einnig hærð hulstur, strá hennar eru þó miklu stinnari, öxin aflengri og axhlífar áberandi grænar við miðstrenginn.

Útbreiðsla - Dúnhulstrastör (Carex pilulifera)
Útbreiðsla: Dúnhulstrastör (Carex pilulifera)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |