Vætuskúfur (Eleocharis uniglumis)

Búsvæði

Vex í mýrum, einkum nærri sjó.

Lýsing

Fremur lágvaxin jurt (5–40 sm) með sívöl, grænglansandi strá og brúnt ax á stráenda.

Blað

Vex í breiðum með löngum jarðrenglum. Stráin glansandi græn, verða gul til rauðbrún er þau þorna. Stráslíðrin rauðbrún og þver (Lid og Lid 2005).

Blóm

Axið dökkbrúnt, 5–12 mm langt, með 10–30 blómum. Axhlífar stuttar og breiðar. Neðri axhlífin feðmir alveg utan um axfótinn og myndar V-laga samskeyti (Lid og Lid 2005).

Greining

Líkist mjög vatnsnál en vex fremur í mýrum, einkum nærri sjó. Hann er heldur smávaxnari með styttra ax, þekkist best á því að neðri axhlífin feðmir alveg utan um axfótinn og myndar V en á vatnsnál aðeins að hálfu á móti efri axhlífinni.

Útbreiðsla - Vætuskúfur (Eleocharis uniglumis)
Útbreiðsla: Vætuskúfur (Eleocharis uniglumis)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |