Hengistör (Carex rariflora)

Mynd af Hengistör (Carex rariflora)
Mynd: Hörður Kristinsson
Hengistör (Carex rariflora)
Mynd af Hengistör (Carex rariflora)
Mynd: Hörður Kristinsson
Hengistör (Carex rariflora)

Útbreiðsla

Algeng um allt land en sérlega mikið í hálendismýrum og er þar oft aðalstörin í blautum flóum. Hún finnst mest á bilinu frá 300 metrum upp í 750 m hæð en einnig í stöku stað á láglendi. Hæstu fundarstaðir eru við Gæsavötn í 920 m, vestan Grjótár á Vesturöræfum í 830 m og við Þríhyrningslindir á Bárðdælaafrétti í 760 m hæð (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Mýrar og flóar, einkum á hálendinu.

Lýsing

Fremur smávaxin stör (10–25 sm) með um tvö, nær svört, hangandi kvenöx. Blómgast í maí–júní.

Blað

Blöðin 1,5–3 mm breið, flöt, blágræn, oftast stutt (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Venjulega tvö, hangandi, langleggja, fáblóma (5–8), nær svört kvenöx og eitt upprétt karlax. Axhlífarnar yddar, dökkbrúnar eða svartar með ljósari miðtaug. Hulstrið ljósgrænt, odddregið en trjónulaust, með hrjúfu yfirborði. Frænin þrjú (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst flóastör en hengistörin þekkist á dekkri, styttri og blómfærri kvenöxum, hún er einnig smávaxnari og blaðstyttri.

Útbreiðsla - Hengistör (Carex rariflora)
Útbreiðsla: Hengistör (Carex rariflora)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |