Sótstör (Carex atrata)

Mynd af Sótstör (Carex atrata)
Mynd: Hörður Kristinsson
Sótstör (Carex atrata)
Mynd af Sótstör (Carex atrata)
Mynd: Hörður Kristinsson
Sótstör (Carex atrata)

Útbreiðsla

Sótstör er dreifð um allt land frá láglendi upp í 700 m hæð en hvergi er mikið af henni, venjulega fáar plöntur í stað og langt á milli. Hæst er sótstörin skráð við Illviðrahnjúka á Hofsafrétti og við Kreppu ofan Hvannalinda í 800 m hæð (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Vex helst í brekkum, gróðursælum giljabollum, klettasyllum og mólendi (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Lýsing

Fremur hávaxin stör (25–50 sm) með lotin öx. Blómgast í júní–júlí.

Blað

Stráin skarpþrístrend, sterkleg neðan til en grönn og lítið eitt lotin efst. Blaðsprotar kröftugir. Blöðin flöt, með aðeins niðurorpnum röndum, 4–6 mm á breidd (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Öxin eru oftast fjögur til fimm saman, fremur stuttleggjuð, lítið eitt slútandi. Karlblómin öll neðst í efsta axinu. Axlhlífarnar svartar eða sótrauðar. Hulstrin græn, frænin þrjú (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist fjallastör sem hefur þó leggstyttri öx og mjórri blöð auk þess sem hún er ólotin í toppinn. Hún líkist einnig stinnastör sem hefur sviplík kvenöx og blöð, sótstörin þekkist þó á því að hún hefur ekkert hreint karlax á stráendanum líkt og stinnastörin.

Útbreiðsla - Sótstör (Carex atrata)
Útbreiðsla: Sótstör (Carex atrata)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |