Fréttir

  • 22.12.2008

    Náttúrufræðistofnun Íslands óskar samstarfsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

    Náttúrufræðistofnun Íslands óskar samstarfsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

    22.12.2008

    Undanfarin ár hefur Náttúrufræðistofnun búið til sín eigin jólakort sem eru jafnframt fræðslukort. Jólakort stofnunarinnar að þessu sinni er af beitilyngi, Calluna vulgaris, og tók Gróa Valgerður Ingimundardóttir, líffræðingur, myndina.

  • 19.12.2008

    Bernarsamningurinn um vernd villtra dýra og plantna og búsvæða þeirra í Evrópu - fundargerð

    Bernarsamningurinn um vernd villtra dýra og plantna og búsvæða þeirra í Evrópu - fundargerð

    19.12.2008

    Dagana 24. til 27. nóvember sl. var haldinn 28. fundur aðildarríkja Bernarsamningsins í Strasbourg í Frakklandi. Í lok fundarins var Jón Gunnar Ottósson forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands endurkjörinn forseti samningsins. Fulltrúi Íslands á fundinum var Trausti Baldursson. Nú er komin fundargerð frá fundinum.

  • 16.12.2008

    Vetrarfuglatalning 2008

    Vetrarfuglatalning 2008

    16.12.2008

    Hin árlega vetrarfuglatalning sem Náttúrufræðistofnun Íslands hefur skipulagt frá 1952 fer að þessu sinni fram sunnudaginn 28. desember n.k. Markmið vetrarfuglatalninga er að safna upplýsingum um fjölda og dreifingu fugla að vetrarlagi.

  • 08.12.2008

    Áhrif skógræktar á líffræðilegan fjölbreytileika, byggðaþróun og landslag

    Áhrif skógræktar á líffræðilegan fjölbreytileika, byggðaþróun og landslag

    08.12.2008


    Nýlega kom út bókin „Effects of afforestation on ecosystems, landscape and rural development". Ritstjórar bókarinnar eru Guðmundur Halldórsson, Edda S. Oddsdóttir og Bjarni Diðrik Sigurðsson. Bókin er unnin í samvinnu sérfræðinga frá Danmörku, Færeyjum, Íslandi, Noregi og Svíþjóð og er gefin út á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar í svokallaðri TemaNord ritaröð. Starfsmenn Náttúrufræðistofnunar Íslands tóku þátt í verkinu sem tengist samvinnuverkefninu SKÓGVIST sem hófst árið 2002.


  • 03.12.2008

    Bernarsamningurinn um vernd villtra dýra og plantna og búsvæða þeirra í Evrópu

    Bernarsamningurinn um vernd villtra dýra og plantna og búsvæða þeirra í Evrópu

    03.12.2008

    Dagana 24. til 27. nóvember sl. var haldinn 28. fundur aðildarríkja Bernarsamningsins í Strasbourg í Frakklandi. Í lok fundarins var Jón Gunnar Ottósson forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands endurkjörinn forseti samningsins. Fulltrúi Íslands á fundinum var Trausti Baldursson.

  • 13.11.2008

    Aldurshlutföll rjúpu á veiðitíma 2008

    Aldurshlutföll rjúpu á veiðitíma 2008

    13.11.2008


    Náttúrufræðistofnun hvetur rjúpnaskyttur til að klippa annan vænginn af rjúpum sem þær veiða og senda stofnuninni. Af vængjunum má ráða hvort um er að ræða fugl á fyrsta ári eða eldri fugl. Fuglum af sama veiðisvæði eða úr sömu sveit þarf að halda saman í poka þannig að hægt sé að sundurgreina sýnin eftir landshlutum.


  • 07.11.2008

    Slóðir fiðrildanna

    Slóðir fiðrildanna

    07.11.2008


    Oft er spurt hvaða áhrif hlýnandi loftslag komi til með að hafa á lífríki landsins. Ýmsar breytingar eru farnar að koma fram á gróðurfari og dýralífi sem tengja má loftslagsbreytingum og breyttum búskaparháttum eða samspili þessara og jafnvel fleiri þátta. Einnig velta menn vöngum yfir hugsanlegum áhrifum en vangaveltur verða seint ígildi beinna rannsókna og vöktunar.

  • 04.11.2008

    Frjótölur aftur eðlilegar

    Frjótölur aftur eðlilegar

    04.11.2008

    Evrópska birkifrjógusan sem gekk yfir landið 7. til 11. maí s.l. er nú liðin hjá. Frjótala birkis er aftur orðin eðlileg miðað við árstíma, 2 til 3, en komst hæst í 456 í Reykjavík þann 9. maí. Evrópska birkifrjóið barst einnig til Akureyrar, þar sem frjótalan fór yfir 20 þann 8. maí (eftir er að vinna úr gögnum dagana á undan).

  • 04.11.2008

    Evrópufrjókorn falla með þurramistrinu

    Evrópufrjókorn falla með þurramistrinu

    04.11.2008

    Síðustu daga hefur mælst mjög mikið af birkifrjóum í loftinu yfir Reykjavík. Einnig askfrjó, eikarfrjó og beykifrjó. Þessi frjókorn eru líklega það sem kallast langt að borin, komin alla leið frá laufskógum meginlands Evrópu. Á vef Veðurstofunnar má lesa að þurramistrið sem hér hefur verið undanfarna þrjá daga eigi upptök í Suður-Póllandi og Lettlandi þannig að frjókornin sem hér falla í frjógildruna við Veðurstofuna gætu verið upprunnin á þeim slóðum.

  • 23.10.2008

    Hrafnaþing á Hlemmi 2008-2009

    Hrafnaþing á Hlemmi 2008-2009

    23.10.2008


    Fyrsta erindi vetrarins á Hrafnaþingi Náttúrufræðistofnunar Íslands verður flutt miðvikudaginn 29. október. Borgþór Magnússon, plöntuvistfræðingur NÍ, ríður á vaðið með erindið „Fýllinn í Rangárvallasýslu: útbreiðsla og saga“. Hægt er að nálgast dagskrá vetrarins á vef stofnunarinnar.

  • 17.10.2008

    Gróðurbreytingar við Lagarfljót - kynning á niðurstöðum 30 ára rannsókna

    Gróðurbreytingar við Lagarfljót - kynning á niðurstöðum 30 ára rannsókna

    17.10.2008


    RARIK og Náttúrufræðistofnun Íslands kynntu hinn 10. október síðastliðinn á fundi á Egilsstöðum skýrslu þar sem greint var frá niðurstöðum rannsókna sem gerðar voru á árunum 1975-2004 á gróðri, jarðvegi, grunnvatnsstöðu, beit og landbroti á láglendissvæðum við Lagarfljót ofan við Lagarfoss.

  • 17.10.2008

    Pardussnigill í útrás

    Pardussnigill í útrás

    17.10.2008


    Það hafa verið sviftingar í lífríkinu undanfarin misseri en þeirra verður ekki hvað síst vart í húsagörðum á höfuðborgarsvæðinu. Kunna þar ýmsir samverkandi þættir að koma við sögu, svo sem illa ígrundaður innflutningur á gróðri og jarðvegi, auk grósku og skjóls í görðum og hlýnandi loftslags. Nýjar tegundir smádýra hafa numið land og eflst til muna. Pardussnigill er ein þeirra.

  • 16.10.2008

    Yfirlit frjómælinga sumarið 2008

    Yfirlit frjómælinga sumarið 2008

    16.10.2008


    Frjómælingum fyrir árið 2008 er lokið. Í Reykjavík varð heildarfjöldi frjókorna 4724 sem er yfir meðallagi síðustu 20 ára en á Akureyri urðu frjókornin 2194 í rúmmetra lofts sem er 22% undir meðallagi áranna 1998–2007.


  • 03.10.2008

    Náttúrufræðistofnun gerist aðili að STERNA

    Náttúrufræðistofnun gerist aðili að STERNA

    03.10.2008


    Fyrir skömmu varð Náttúrufræðistofnun Íslands formlega aðili að verkefni í upplýsingatækni sem nefnist STERNA (Semantic Web-based Thematic European Reference Network Application), og er hluti af “eContentplus” áætlun Evrópusambandsins. Verkefnið hlaut 1,5 milljón evra styrk í júní 2008 og stendur yfir í tæp þrjú ár. Verkefnið er tilraun um að gera hvers kyns upplýsingar um náttúruna aðgengilegar á netinu.


  • 02.10.2008

    Frjókornafræðsla á Vísindavöku 2008

    Frjókornafræðsla á Vísindavöku 2008

    02.10.2008

    Mörg hundruð manns heimsóttu bás Náttúrufræðistofnunar Íslands á Vísindavöku í september. Þar kynnti stofnunin starfsemi sína með fræðslu um fjókorn. Í sýningunni voru veggspjöld með upplýsingum um hvað frjókorn eru, hvaða frjókorn valda ofnæmi og af hverju, hvers vegna frjókornamælingar eru mikilvægar og ýmislegt fleira. Boðið var upp á að skoða frjókorn í smásjá og frjógildra sem fangar frjókorn frá vori fram á haust í Reykjavík var til sýnis.

  • 25.09.2008

    Náttúrufræðistofnun Íslands tekur þátt í Vísindavöku

    Náttúrufræðistofnun Íslands tekur þátt í Vísindavöku

    25.09.2008


    Náttúrufræðistofnun Íslands tekur þátt í Vísindavöku á morgun á milli kl. 17 og 22. Rannís stendur fyrir vökunni í fjórða sinn en hún verður haldin í Listasafni Reykjavíkur. Dagurinn er tileinkaður evrópskum vísindamönnum og haldinn hátíðlegur í helstu borgum Evrópu.


  • 18.09.2008

    Gróðurskemmdir við orkuverið í Svartsengi

    Gróðurskemmdir við orkuverið í Svartsengi

    18.09.2008

    Fyrr í mánuðinum birti Náttúrufræðistofnun frétt á heimasíðu sinni um skemmdir í mosaþembu í nágrenni Hellisheiðarvirkjunar. Það var álit stofnunarinnar að skemmdirnar mætti líklega rekja til brennisteinsmengunar frá virkjuninni sem starfað hefur í tvö ár. Orkuveita Reykjavíkur hefur í kjölfarið undirbúið rannsóknir á mosaskemmdunum og orsökum þeirra.

  • 11.09.2008

    Listi yfir allar blómplöntur og byrkninga á Íslandi - Nýtt Fjölrit komið út

    Listi yfir allar blómplöntur og byrkninga á Íslandi - Nýtt Fjölrit komið út

    11.09.2008


    Íslenskt Plöntutal, Blómplöntur og byrkningar eftir Hörð Kristinsson er komið út og er þetta 51. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar. Ritið inniheldur allar tegundir blómplantna og byrkninga sem taldar eru til hinnar villtu íslensku flóru í dag, samtals 489 tegundir.


  • 08.09.2008

    Mosi drepst við Hellisheiðarvirkjun

    Mosi drepst við Hellisheiðarvirkjun

    08.09.2008


    Starfsmenn Náttúrufræðistofnunar Íslands fóru að Hellisheiðarvirkjun föstudaginn 5. september eftir að hafa fengið ábendingu um að mosi hefði drepist á nokkru svæði vestan við virkjunina. Skoðuðu þeir svæðið milli Þjóðvegar 1, Svínahrauns og vegarins að virkjuninni.



  • 04.09.2008

    Spánarsniglar á faraldsfæti 2008

    Spánarsniglar á faraldsfæti 2008

    04.09.2008


    Þann 4. júní í sumar var síðast birt frétt af spánarsniglum (Arion lusitanicus) hér á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. Þar sagði frá spánarsnigli sem fannst á Ólafsfirði í lok maí, í garði þar sem sniglarnir hafa fundist árlega síðan 2004. Skordýrafræðingur stofnunarinnar hafði búist við fjölgun spánarsnigla hér á landi þetta sumar. Hvað segir nú annars af þeim?

  • 01.09.2008

    Tegund vikunnar

    Tegund vikunnar

    01.09.2008

    Náttúrufræðistofnun minnir á Tegund vikunnar, sem er nýjung á vef stofnunarinnar. Að þessu sinni er tegund vikunnar ertuygla (Melanchra pisi). Lirfa þessarar yglu herjar gjarnan á Alaskalúpínuna.

  • 29.07.2008

    Risahvannir – umgangist með varúð

    Risahvannir – umgangist með varúð

    29.07.2008


    Nokkur umræða hefur verið í fjölmiðlum um risahvannir (Heracleum) síðustu daga. Tilefnið er að ungur drengur hlaut slæm brunasár á húð eftir að hafa verið að leik í sumarbústaðalandi á Suðurlandi þar sem mikill hvanngróður er. Einkennin þóttu benda til að safi úr risahvönn hefði borist á húð drengsins en velþekkt er að safinn getur orsakað bruna við sólarljós. Það hefur þó ekki verið staðfest að risahvönn hafi verið í landinu þar sem drengurinn var að leik.


  • 22.07.2008

    Veiðiráðgjöf NÍ 2006 - Draga þarf verulega úr rjúpnaveiðum

    Veiðiráðgjöf NÍ 2006 - Draga þarf verulega úr rjúpnaveiðum

    22.07.2008

    Fréttatilkynning frá Náttúrufræðistofnun Íslands 6. september 2006:

  • 11.07.2008

    Surtseyjarleiðangur 2008

    Surtseyjarleiðangur 2008

    11.07.2008

    Árlegur leiðangur líffræðinga til Surtseyjar var farinn dagana 7. – 10. júlí 2008. Að þessu sinni voru fimm sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar Íslands í leiðangrinum og einn frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Auk þess voru þrír kvikmyndargerðarmenn á vegum kanadíska ríkissjónvarpsins með í för. Í ferðinni var landnám háplöntutegunda kannað, gróður mældur í föstum rannsóknareitum og jarðvegssýni tekin. Í reitunum var einnig mæld ljóstillífun plantna og jarðvegsöndun. Mosum var safnað um alla eyjuna og könnun gerð á sveppum, en mjög langt er síðan að hugað hefur verið þar að þessum hópum lífvera í eyjunni. Fuglalíf var kannað og smádýrum safnað bæði í föstum reitum og vítt og breitt um eyjuna.

  • 10.07.2008

    Frjótími grasa nálgast hámark syðra

    Frjótími grasa nálgast hámark syðra

    10.07.2008

    Í ár má gera ráð fyrir að fjöldi grasfrjóa í lofti nái hámarki í Reykjavík strax um miðjan júlí vegna veðurfarsins undanfarnar vikur. Margar grastegundir eru nú í blóma og stöðugt bætast fleiri við sem blómgast og dreifa frjókornum. Á Akureyri hafa norðanáttir verið ríkjandi og þeim fylgir yfirleitt lítið magn frjókorna.

  • 07.07.2008

    Nýjung á vef Náttúrufræðistofnunar

    Nýjung á vef Náttúrufræðistofnunar

    07.07.2008


    Tegund vikunnar er nýjung á vef Náttúrufræðistofnunar. Einu sinni í viku, á mánudögum, birtist ný ljósmynd og stutt umfjöllun um tegund innan grasafræði, dýrafræði eða jarðfræði. Sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar miðla þar fróðleik á sínu sérsviði. Tegund vikunnar birtist á forsíðu vefsins, neðarlega til vinstri.

  • 01.07.2008

    Skóflustunga tekin að nýju húsi Náttúrufræðistofnunar Íslands í Urriðaholti

    Skóflustunga tekin að nýju húsi Náttúrufræðistofnunar Íslands í Urriðaholti

    01.07.2008

    Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra tók í dag skóflustungu að nýju húsi Náttúrufræðistofnunar Íslands í Urriðaholti í Garðabæ.


    Hús Náttúrufræðistofnunar verður 3.500 fermetrar að stærð og mun standa við Jónasartorg, vestast á Urriðaholti. Stofnunin flytur í húsakynnin í Urriðaholti haustið 2009. Þar með lýkur hálfrar aldrar bið stofnunarinnar eftir varanlegum heimkynnum, en hún hefur verið í bráðabirgðahúsnæði við Hlemm í tæpa fimm áratugi.

  • 27.06.2008

    Litir náttúrunnar - Ný sýning á Hlemmi

    Litir náttúrunnar - Ný sýning á Hlemmi

    27.06.2008

    Ný örsýning Náttúrufræðistofnunar Íslands hefur verið sett upp í biðstöð Strætó á Hlemmi. Að þessu sinni einbeitum við okkur að jarðfræðitengdu efni og litum í náttúru Íslands, með áherslu á rauða litinn. Mörg örnefni á Íslandi tengjast litum, t.d. Rauðhólar, Rauðisandur og Rauðifoss, og eru rauðir litir í örnefnum oftast skýrðir með lit berggrunns eða jarðefna. Hins vegar tengist blár litur í örnefni oftast fjarlægð og skýrist af áhrifum andrúmsloftsins á ljós. Grænn litur tengist yfirleitt gróðri.


  • 18.06.2008

    Björn sem felldur var 3. júní var smitaður af tríkínum - fréttatilkynning frá Karli Skírnissyni.

    Björn sem felldur var 3. júní var smitaður af tríkínum - fréttatilkynning frá Karli Skírnissyni.

    18.06.2008


    Rannsóknir Karls Skírnissonar dýrafræðings á Tilraunastöðinni á Keldum á ísbirninum sem felldur var skammt frá Þverárfellsvegi 3. júní 2008 sýndu að dýrið var smitað af tríkínum Trichinella sp. Kom það ekki á óvart því rannsóknir danskra sérfræðinga á ísbjörnum frá Austur-Grænlandi sýndu að þar var um helmingur fullorðinna ísbjarna smitaður af tríkínum á 9. áratugnum.


  • 18.06.2008

    Hvítabirnir á Íslandi

    Hvítabirnir á Íslandi

    18.06.2008


    Rúmlega 500 hvítabirnir, Ursus maritimus, hafa sést hér við land frá upphafi Íslandsbyggðar og er það lágmarkstala. Elsta heimildin er frá um 890 þegar Ingimundur gamli, landnámsmaður í Vatnsdal, sá birnu með tvo húna og að sögn varð þá til örnefnið Húnavatn í Þingi í Austur-Húnavatnssýslu.


  • 12.06.2008

    Lærðu að þekkja blóm og jurtir - blómaskoðunarferðir um helgina

    Lærðu að þekkja blóm og jurtir - blómaskoðunarferðir um helgina

    12.06.2008

    Um helgina er nóg um að vera fyrir náttúruunnendur. Á laugardag býður Sesseljuhús í Sólheimum upp á náttúruskoðun fyrir alla fjölskylduna, og á sunnudag er Dagur hinna villtu blóma þar sem boðið er upp á gönguferðir víðs vegar um landið.


  • 11.06.2008

    Fækkunarskeiði rjúpu lokið?

    Fækkunarskeiði rjúpu lokið?

    11.06.2008


    Rjúpnatalningar Náttúrufræðistofnunar Íslands nú í vor benda til þess að fækkunarskeið sem hófst 2005/2006 sé afstaðið. Á austanverðu landinu fjölgaði rjúpum verulega eða 30−70%, en stofninn stóð í stað vestanlands. Venjulega hafa fækkunarskeiðin varað í fimm til átta ár. Þetta eru helstu niðurstöður rjúpnatalninga Náttúrufræðistofnunar Íslands nú í vor, en mat á veiðiþoli rjúpnastofnsins mun liggja fyrir í ágúst í kjölfar mælinga á varpárangri rjúpna, afföllum 2007/2008 og veiði 2007.


  • 09.06.2008

    Dregur úr vexti arnarstofnsins - 43 pör með hreiður í ár

    Dregur úr vexti arnarstofnsins - 43 pör með hreiður í ár

    09.06.2008


    Arnarstofninn virðist standa í stað eftir samfelldan vöxt í 40 ár og telur um 65 pör. Af þeim urpu 43 pör í vor og er það mun meira en á síðasta ári þegar arnarhreiðrin voru aðeins 34. Minna bar á vísvitandi truflunum á varpslóðum arna en oft áður. Hræður, flögg og línur sáust á nokkrum arnarsetrum en engir varphólmar höfðu verið brenndir.


  • 06.06.2008

    Frjómælingar hafnar

    Frjómælingar hafnar

    06.06.2008


    Frjómælingar hófust í Reykjavík um miðjan apríl en ekki fyrr en 5. maí á Akureyri vegna vorkulda. Frjómagn í Reykjavík í apríl og maí losaði 1100 frjó/m3 og er það vel yfir meðallagi. Asparfrjó hafa aldrei mælst jafn mörg á þessu tímabili. Birkið náði hámarki í síðustu viku maí. Á Akureyri skall birkitíminn á með hvelli þegar hlýnaði skyndilega síðustu helgina í maí og varð hámarkið þann 26. maí þegar 252 frjó mældust á einum sólarhring. Enn er frjótala grasa lág bæði á Akureyri og í Reykjavík.


  • 04.06.2008

    Spánarsnigill snemma á ferð

    Spánarsnigill snemma á ferð

    04.06.2008


    Þann 29. maí síðastliðinn fannst heldur smávaxinn rauðbrúnn spánarsnigill í húsagarði á Ólafsfirði. Tegundarinnar varð fyrst vart þar í garðinum sumarið 2004 og hefur hún mætt til leiks á hverju sumri síðan. Flestum er það ljóst orðið að hér er enginn aufúsugestur á ferð og er fólk því hvatt til að vera á varðbergi og reyna eftir megni að leggja steina í götu spánarsniglanna.


  • 02.06.2008

    Aukin hveravirkni norðan við Hveragerði

    Aukin hveravirkni norðan við Hveragerði

    02.06.2008


    Kristján Jónasson og Sigmundur Einarsson, jarðfræðingar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, hafa undanfarið unnið að athugunum á háhitasvæðum landsins í þeim tilgangi að meta verndargildi jarðminja. Jarðhitasvæðin í og við Hveragerði voru könnuð skömmu fyrir Suðurlandsskjálftann 29. maí sl. Þann 20. maí var farið um jarðhitasvæðin í Hveragerði og við Gufudal og þann 28. maí var farið um jarðhitasvæðið í Grensdal. Þann 31. maí voru svæðin skoðuð aftur með tilliti til breytinga á hveravirkni. Engar beinar mælingar hafa verið gerðar á hverunum og því er hér aðeins um sjónmat að ræða.

  • 29.05.2008

    Undirritun samkomulags um aukna samvinnu milli Samnings um líffræðilega fjölbreytni (CBD) og Bernarsamningsins

    Undirritun samkomulags um aukna samvinnu milli Samnings um líffræðilega fjölbreytni (CBD) og Bernarsamningsins

    29.05.2008

    Á níunda aðildarríkjafundi Samnings um líffræðilega fjölbreytni (CBD) sem haldinn var í Bonn dagana 19. til 30. maí var samkomulag um aukna samvinnu milli CBD og Bernarsamningsins undirritað.

  • 08.05.2008

    Válisti háplantna endurskoðaður

    Válisti háplantna endurskoðaður

    08.05.2008

    Á ársfundi 2008 kynnti Starri Heiðmarsson tillögur Náttúrufræðistofnunar Íslands að endurskoðaðri válistaflokkun háplantna. Válisti var fyrst gefinn út á Íslandi 1996 en þar var metin hætta sem talin var steðja að háplöntum, blað- og runnfléttum, baukmosum og botnþörungum sem teljast til rauðþörunga, gulþörunga, gullþörunga, brúnþörunga og grænþörunga.

  • 08.05.2008

    Samstarf á milli Háskólans á Akureyri og Náttúrufræðistofnunar Íslands

    Samstarf á milli Háskólans á Akureyri og Náttúrufræðistofnunar Íslands

    08.05.2008


    Á ársfundi voru undirritaðir tveir samstarfssamningar milli Háskólans á Akureyri og Náttúrufræðistofnunar Íslands.


  • 08.05.2008

    Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2008

    Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2008

    08.05.2008


    Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands var haldinn í 15. sinn mánudaginn 5. maí á Hótel KEA á Akureyri. Á fundinum var m.a. undirritaður samstarfssamningur á milli Náttúrufræðistofnunar Íslands og Háskólans á Akureyri, framtíðarsýn og starfsáherslur deilda stofnunarinnar voru ræddar, starfsemi náttúrustofa var til umræðu og tillögur Náttúrufræðistofnunar Íslands að endurskoðaðri válistaflokkun háplantna voru kynntar.


  • 30.04.2008

    Sinueldar við Hafnarfjörð

    Sinueldar við Hafnarfjörð

    30.04.2008

    Starfsmenn Náttúrufræðistofnunar fóru 29. apríl um svæði við Hafnarfjörð þar sem sinueldar höfðu komið upp undangengna daga og slökkvilið þurft að berjast við. Gengið var með stærstu brunaflekkjunum og útlínur þeirra kortlagðar með GPS-mælingum. Svæði það sem brann aðfararnótt 29. apríl við Kjóadal suðaustan Hvaleyrarvatns er langstærst að flatarmáli eða tæpir 8 hektarar. Í hlíðinni norðan við vatnið kom upp eldur 27. apríl og fór um svæði sem er um 1 hektari. Vestan vatnsins er annar minni blettur út með hlíðinni og reyndist hann hálfur hektari að stærð.

  • 28.04.2008

    Húshumlan klikkar ekki

    Húshumlan klikkar ekki

    28.04.2008

    Fáir vorboðar eru eins stundvísir og húshumlan. Jafnan hefur mátt stilla dagatalið eftir því hvenær hún birtist á vorin, en dagurinn sá er 19. apríl. Nú brá hins vegar svo við að húshumlan færði sig fram um einn dag og vaknaði af vetrarsvefninum 18. apríl víða um sunnanvert landið. Var hún að þjófstarta að þessu sinni? Nei, ekki aldeilis. Nú er hlaupár og húshumlan hefur augljóslega tekið tillit til þess og því fært sig fram um einn dag á dagatalinu! Stundvísari gat hún því alls ekki verið.

  • 28.04.2008

    Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2008 verður haldinn 5. maí á Hótel KEA á Akureyri

    Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2008 verður haldinn 5. maí á Hótel KEA á Akureyri

    28.04.2008

    Dagskrá fundarins má sjá í fréttinni.

  • 17.04.2008

    Náttúrufræðistofnun Íslands og Sveitarfélagið Álftanes undirrituðu samstarfssamning um rannsóknir á margæs

    Náttúrufræðistofnun Íslands og Sveitarfélagið Álftanes undirrituðu samstarfssamning um rannsóknir á margæs

    17.04.2008

    Náttúrufræðistofnun hefur á hverju vori síðan 2001 rannsakað vistfræði margæsa sem hafa viðdvöl á Álftanesi og nágrenni. Nú hefur verið gerður samstarfssamningur um sérstakt rannsóknarverkefni til nokkurra ára, þar sem metin verða áhrif nýs vegstæðis og aukinnar byggðar á nýtingu margæsar á túnum við Norðurnesveg.

  • 14.04.2008

    Fyrirlestur á Hrafnaþingi um vorblóm

    Fyrirlestur á Hrafnaþingi um vorblóm

    14.04.2008

    Á miðvikudaginn 16. apríl flytur Gróa Valgerður Ingimundardóttir líffræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands fyrirlestur um vorblóm á Íslandi. Fyrirlesturinn á Hrafnaþingi er haldinn í sal Möguleikhússins við Hlemm og hefst kl. 12:15.


    Lesa meira

  • 14.04.2008

    Fuglafræðingar NÍ á Fuglaráðstefnu Fuglaverndar

    Fuglafræðingar NÍ á Fuglaráðstefnu Fuglaverndar

    14.04.2008

    Laugardaginn 19. apríl næstkomandi stendur Fuglavernd fyrir ráðstefnu um fugla sem fram fer í Öskju. Á ráðstefnunni, sem haldin er í samstarfi við Líffræðistofnun Háskóla Íslands og Náttúrufræðistofnun Íslands, munu þrír fuglafræðingar frá Náttúrufræðistofnun halda fyrirlestra, þau Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Guðmundur A. Guðmundsson og Freydís Vigfúsdóttir.

  • 03.04.2008

    Vorið er tími sinuelda - tvö ár liðin frá Mýraeldum

    Vorið er tími sinuelda - tvö ár liðin frá Mýraeldum

    03.04.2008


    Undanfarnar vikur hefur verið þurrt í veðri sunnanlands og aðstæður skapast fyrir sinu- og gróðurelda. Nokkrir smáeldar hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu og hefur slökkvilið verið kallað út til að hemja þá. Breyting varð hins vegar á til batnaðar þegar úrkomu gerði 2. apríl og bleytti í gróðri. Full ástæða er þó til að hvetja fólk til að vera áfram á varðbergi og fara varlega með eld ef vorið verður þurrviðrasamt. Þegar jörð tekur að grænka og trjágróður að laufgast dregur hins vegar að jafnaði verulega úr eldhættu.


  • 31.03.2008

    Fyrirlestur um farflug og varpstöðvar margæsa

    Fyrirlestur um farflug og varpstöðvar margæsa

    31.03.2008

    Miðvikudaginn 2. apríl mun Dr. Guðmundur A. Guðmundsson dýravistfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands flytja erindi á Hrafnaþingi um farflug og varpstöðvar margæsa í NA-Kanada. Fyrirlesturinn hefst kl. 12:15 í Möguleikhúsinu við Hlemm.

  • 18.03.2008

    Síðasta tækifæri að skoða Náttúrugripasafnið

    Síðasta tækifæri að skoða Náttúrugripasafnið

    18.03.2008

    Fyrir tæpu ári síðan tóku í gildi lög um Náttúruminjasafn Íslands. Þar með lauk hlutverki Náttúrugripasafnsins við Hlemmtorg í Reykjavík, sýningarsafns Náttúrufræðistofnunar Íslands. Sýningarsafninu verður endanlega lokað 1. apríl næstkomandi.


  • 06.03.2008

    Náttúrufræðistofnun skiptir máli og nýtur trausts

    Náttúrufræðistofnun skiptir máli og nýtur trausts

    06.03.2008


    Það er ánægjulegt að geta sagt frá því að um 57% bera mikið traust til Náttúrufræðistofnunar Íslands og nær þrír af hverjum fjórum telja að starfsemi stofnunarinnar skipti miklu máli í þjóðfélaginu. Þetta kemur fram í athugun sem Capacent Gallup gerði fyrir NÍ í febrúarmánuði, samhliða venjulegum spurningavagni. Jón Gunnar Ottósson forstjóri NÍ segist mjög sáttur við það viðhorf til stofnunarinnar og traust sem hér birtist. „Þetta eru svipaðar niðurstöður og þær sem fengust í sambærilegri könnun fyrir ári síðan,“ segir Jón Gunnar.


  • 12.02.2008

    Votviðrasöm Safnanótt

    Votviðrasöm Safnanótt

    12.02.2008


    Veðrið setti strik í reikninginn á Safnanótt og voru því færri gestir sem sóttu hana heim en ella. Náttúrufræðistofnun hélt þó fyrirhugaðri dagskrá sinni og þar mátti fræðast um ýmislegt tengt ljósi og ljóstillífun, framvindu og þróun lífs, og Surtsey.


  • 07.02.2008

    Þú ert ljós lífs míns!

    Þú ert ljós lífs míns!

    07.02.2008

    Á morgun, föstudaginn 8. febrúar, verður Safnanótt Vetrarhátíðar í Reykjavík haldin hátíðleg. Í ár er almennt þema Safnanætur ljós og því mun Náttúrufræðistofnun Íslands nota tækifærið og fjalla um ljóstillífun og þann þátt sem hún hefur spilað í uppruna og framvindu lífs.


  • 25.01.2008

    Nýtt Fjölrit um áhrif beitarfriðunar á gróðurframvindu á lítt grónu landi

    Nýtt Fjölrit um áhrif beitarfriðunar á gróðurframvindu á lítt grónu landi

    25.01.2008

    Út er komið nýtt Fjölrit Náttúrufræðistofnunar, það 49. í ritröðinni, og fjallar það um áhrif beitarfriðunar á framvindu gróðurs og jarðvegs á lítt grónu landi. Höfundar eru þau Sigurður H. Magnússon á Náttúrufræðistofnun og Kristín Svavarsdóttir á Landgræðslu ríkisins.






  • 15.01.2008

    Náttúrufræðistofnun og Loftmyndir ehf. gera samning um afnot af myndkortagrunni af Íslandi

    Náttúrufræðistofnun og Loftmyndir ehf. gera samning um afnot af myndkortagrunni af Íslandi

    15.01.2008


    Náttúrufræðistofnun Íslands hefur gert samstarfssamning við Loftmyndir ehf. um afnot stofnunarinnar af myndkortagrunni Loftmynda af öllu Íslandi.