Fréttir

  • 22.12.2017

    Jólakveðja

    Jólakveðja

    Jólakort Náttúrufræðistofnunar Íslands 2017

    22.12.2017

    Náttúrufræðistofnun Íslands óskar samstarfsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

  • 12.12.2017

    Hrafnaþing: Engjakambjurt – ný tegund í flóru Íslands

    Hrafnaþing: Engjakambjurt – ný tegund í flóru Íslands

    Engjakambjurt (Melampyrum pratense) vex í Vaglaskógi

    12.12.2017

    Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 13. nóvember kl. 15:15–16:00. Pawel Wąsowicz grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Melampyrum pratense – a new species in the flora of Iceland with a very long history“.

  • 29.11.2017

    Hörður Kristinsson áttræður

    Hörður Kristinsson áttræður

    Hörður Kristinsson í Surtsey 2006

    29.11.2017

    Áttræður er í dag, 29. nóvember, dr. Hörður Kristinsson grasafræðingur. Hörður er einn afkastamesti náttúrufræðingur landsins og liggja eftir hann rúmlega 150 ritsmíðar auk þess sem hann hefur safnað gögnum varðandi plöntur landsins í rúm 60 ár.

  • 24.11.2017

    Hrafnaþing: Rannsóknir á grjótkrabba við Ísland

    Hrafnaþing: Rannsóknir á grjótkrabba við Ísland

    Tveir grjótkrabbakarlar takast á

    24.11.2017

    Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 29. nóvember kl. 15:15–16:00. Ó. Sindri Gíslason, forstöðumaður Náttúrustofu Suðvesturlands, og Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum, flytja erindið „Rannsóknir á grjótkrabba við Ísland: hvað vitum við í dag?“

  • 14.11.2017

    Surtsey 54 ára í dag

    Surtsey 54 ára í dag

    Kápa bókarinnar „Life on Surtsey – Iceland´s Upstart Island“. Höfundur Loree Griffin Burns.

    14.11.2017

    Um áraraðir hefur Surtsey verið vettvangur sérfræðinga Náttúrufræðistofnunar Íslands til rannsókna, jafnt á sviðum jarðfræði sem líffræði. Stofnunin gerir út árlega leiðangra til að vakta þróun eyjarinnar, landmótun og lífríki. Surtsey reis úr sæ þann 14. nóvember 1963. Hún á því afmæli í dag, 54 ára, og er þess hér minnst. 

  • 13.11.2017

    Hrafnaþing: Áhrif virkjana á gróður og landbrot við Lagarfljót

    Hrafnaþing: Áhrif virkjana á gróður og landbrot við Lagarfljót

    Landbrot við Dagverðargerði

    13.11.2017

    Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 15. nóvember kl. 15:15–16:00. Sigurður H. Magnússon gróðurvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Áhrif Lagarfossvirkjunar og Kárahnjúkavirkjunar á gróður og landbrot við Lagarfljót 1976–2014“.

  • 30.10.2017

    Hrafnaþing: Loftslagsbreytingar á Íslandi, staðan og horfur

    Hrafnaþing: Loftslagsbreytingar á Íslandi, staðan og horfur

    Endurgreining sumar

    30.10.2017

    Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 1. nóvember kl. 15:15–16:00. Halldór Björnsson hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands flytur erindið „Loftslagsbreytingar á Íslandi, staðan og horfur“.

  • 24.10.2017

    Samantekt frjómælinga sumarið 2017

    Samantekt frjómælinga sumarið 2017

    Ilmreynir (Sorbus acuparia)

    24.10.2017

    Tekið hefur verið saman yfirlit yfir frjómælingar í Garðabæ og á Akureyri sumarið 2017. Í Garðabæ var heildarfjöldi frjókorna nálægt meðaltali en á Akureyri voru frjókorn ríflega tvöfalt fleiri en í meðalári.

  • 16.10.2017

    Hrafnaþing: Rannsóknir á æðarfuglum í Breiðafjarðareyjum

    Hrafnaþing: Rannsóknir á æðarfuglum í Breiðafjarðareyjum

    Æðarfuglamerkingar í Helgaskeri í Rifgirðingum

    16.10.2017

    Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 18. október kl. 15:15–16:00. Jón Einar Jónsson  forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi flytur erindið „Merkingar á æðarkollum í Breiðafjarðareyjum“.

  • 25.09.2017

    Tillögur um rjúpnaveiði 2017

    Tillögur um rjúpnaveiði 2017

    Ársgamall rjúpukarri

    25.09.2017

    Náttúrufræðistofnun Íslands hefur metið veiðiþol rjúpnastofnsins 2017. Niðurstöðurnar voru kynntar umhverfis- og auðlindaráðherra í bréfi þann 22. september sl. Ráðlögð rjúpnaveiði í haust er um 57 þúsund fuglar, en hún var á síðasta ári 40 þúsund fuglar. Stofnunin leggur áherslu á að hvergi verði slakað á í þeirri viðleitni að draga sem mest úr heildarafföllum rjúpunnar.

  • 20.09.2017

    Veitir válisti vernd? – Málþing um íslenska fuglaválistann

    Veitir válisti vernd? – Málþing um íslenska fuglaválistann

    sf-v_27-lundi_as.jpg

    20.09.2017

    Fuglavernd, Háskóli Íslands og Náttúrufræðistofnun Íslands boða til málþings um válista fugla á Íslandi föstudaginn 22. september. Tilefnið er nýuppfærður válisti Náttúrufræðistofnunar Íslands sem verður brátt aðgengilegur á vef stofnunarinnar.

  • 19.09.2017

    Nýlegar skýrslur um stöðu lífríkis á norðurslóðum

    Nýlegar skýrslur um stöðu lífríkis á norðurslóðum

    Kápa skýrslunnar „State of the Arctic Marine Biodiversity Report“

    19.09.2017

    Í maí síðastliðnum voru gefnar út á vegum CAFF (Conservation of Arctic Flora and Fauna), Norðurskautsráðsins og PAME (Protection of the Arctic Marine Environments) þrjár skýrslur sem varða lífríki á norðurslóðum. Ein fjallar um líffræðilega fjölbreytni í vistkerfum sjávar á norðurslóðum, önnur um friðlýst svæði á norðurslóðum og sú þriðja er aðgerðaáætlun gegn ágengum, framandi tegundum.

  • 12.09.2017

    Fyrsti íslenski fuglaljósmyndarinn í tilefni af degi íslenskrar náttúru

    Fyrsti íslenski fuglaljósmyndarinn í tilefni af degi íslenskrar náttúru

    Æðarvarp

    12.09.2017

    Föstudaginn 15. september kl. 15:15 ætlar Náttúrufræðistofnun Íslands að fagna degi íslenskrar náttúru með því að bjóða upp á fyrirlestur um Björn Björnsson, fyrsta íslenska fuglaljósmyndarann.

  • 07.09.2017

    Met í fjölda grasfrjóa

    Met í fjölda grasfrjóa

    Vallarfoxgras (Phleum pratense)

    07.09.2017

    Þann 1. september var slegið met í fjölda grasfrjóa á Akureyri. Þá mældust 460 frjó/m3 á einum sólarhring og er það hið mesta sem hefur mælst af grasfrjóum á einum degi þetta árið. Í ágúst var fjöldi frjókorna norðan heiða í rúmu meðallagi en í Garðabæ var hann heldur minni en í meðalári. Nú fer frjótíma senn að ljúka en þó má gera ráð fyrir að grasfrjóa verði vart á góðviðrisdögum í september.

  • 05.09.2017

    Jöklar á Tröllaskaga hafa rýrnað um allt að þriðjung síðustu 100 ár

    Jöklar á Tröllaskaga hafa rýrnað um allt að þriðjung síðustu 100 ár

    Kerlingajökull í Klaufabrekknadal á Tröllaskaga

    05.09.2017

    Frá aldamótunum 1900 hafa jöklar á Tröllaskaga minnkað umtalsvert vegna hlýnandi loftslags. Mest var rýrnunin á fyrstu áratugum 20. aldar en eftir það varð hún hægari. Gert er ráð fyrir áframhaldandi undanhaldi jöklanna á komandi árum.

  • 04.09.2017

    Fyrirlestrar um framandi og ágengar tegundir

    Fyrirlestrar um framandi og ágengar tegundir

    Ameríski minkurinn, framandi tegund á Íslandi

    04.09.2017

    Náttúrufræðistofnun Íslands vekur athygli á tveimur fyrirlestrum um framandi og ágengar tegundir sem haldnir verða í húsakynnum stofnunarinnar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, þriðjudaginn 5. september kl. 15:00-16:00. Það eru erlendir samstarfsaðilar Náttúrustofu Vesturlands, þeir Jakub Skorupski og Remigiusz Panicz frá háskólanum í Szczecin í Póllandi, sem flytja erindin.

  • 31.08.2017

    Aðgerðir gegn varasömum risahvönnum

    Aðgerðir gegn varasömum risahvönnum

    Risahvönn

    31.08.2017

    Bjarnarkló og tröllakló eru meðal tegunda sem nýverið voru settar á lista Evrópusambandsins yfir ágengar, framandi tegundir sem eru líklegar til að valda skaða. Tegundir á listanum sæta ýmsum takmörkunum, meðal annars á ræktun, innflutningi, sölu og sáningu. Mikilvægt er að vinna gegn útbreiðslu tegundanna hér á landi.

  • 28.08.2017

    Hvers á birkið að gjalda?

    Hvers á birkið að gjalda?

    Birkiþéla (Fenusella nana)

    28.08.2017

    Ný meinsemd á birki hefur verið staðfest og er hún ekki til fagnaðar. Um er að ræða tegund blaðvespu sem hagar sér ámóta og birkikemban alkunna og holar innan birkilaufin. Þó er ekki um samkeppni þessara tveggja meinsemda að ræða, því þegar birkikemban hefur lokið sér af fyrrihluta sumars tekur blaðvespan við og leggur undir sig nýju laufin sem vaxa í kjölfar undangengins skaða.

  • 09.08.2017

    Frjómælingar í júlí

    Frjómælingar í júlí

    Háliðagras á Akureyri

    09.08.2017

    Fjöldi frjókorna mældist mjög mikill á Akureyri í júlí en í Garðabæ var hann heldur minni en meðalári. Á báðum stöðum stendur frjótími grasa enn yfir.

  • 24.07.2017

    Leiðangur jarðfræðinga og líffræðinga í Surtsey

    Leiðangur jarðfræðinga og líffræðinga í Surtsey

    eo_img_5325-surtsey-selur.jpg

    24.07.2017

    Skordýrafræðingar fönguðu m.a. skrautlega smáflugu sem ekki hefur fundist hér á landi áður. Á flórulista eyjarinnar bættist nú grávíðir og er hann sjötugasta og fimmta háplöntutegundin sem finnst í eynni. Mikill hiti er enn í móbergssprungum í Surtsey fimmtíu árum eftir að eldgosi lauk þar. Hafrót brýtur stöðugt af eynni og sáust um það greinileg merki nú.

  • 13.07.2017

    Afgreiðslutími frá 17. júlí til 4. ágúst

    Afgreiðslutími frá 17. júlí til 4. ágúst

    13.07.2017

    Móttaka og símsvörun Náttúrufræðistofnunar Íslands í Garðabæ og á Akureyri verður lokuð frá 17. júlí til og með 4. ágúst vegna sumarleyfa.

  • 07.07.2017

    Mikilvæg fuglasvæði á Íslandi

    Mikilvæg fuglasvæði á Íslandi

    sf-v_21-fyll-magnus-gudmundsson.jpg

    07.07.2017

    Náttúrufræðistofnun Íslands hefur gefið út ritið Mikilvæg fuglasvæði á Íslandi. Þetta rit er hluti af verkefninu Natura Ísland en það snýst einkum um að skilgreina, kortleggja útbreiðslu og meta verndargildi vistgerða, plantna og dýra og tilgreina net verndarsvæða á grunni þeirrar vinnu.

  • 07.07.2017

    Frjómælingar í júní

    Frjómælingar í júní

    Háliðagras

    07.07.2017

    Fjöldi frjókorna í júní mældist yfir meðallagi á Akureyri en í Garðabæ var hann nálægt meðallagi. Á báðum stöðum er frjótíma birkis lokið en aðalfrjótími grasa er framundan í júlí og ágúst.

  • 13.06.2017

    Viðarnýra frá Broddadalsá í Strandasýslu afhent Skógræktinni

    Viðarnýra frá Broddadalsá í Strandasýslu afhent Skógræktinni

    vidarnyra_edda_gudmundur_ds.jpg

    13.06.2017

    Náttúrufræðistofnun Íslands hefur falið Rannsóknastöð Skógræktarinnar að Mógilsá varðveislu á viðarnýra frá Broddadalsá í Strandasýslu sem rak á fjörur haustið 2002 og var það afhent 9. júní sl. í blíðskaparveðri á Mógilsá.

  • 09.06.2017

    Frjómælingar í apríl og maí

    Frjómælingar í apríl og maí

    Birkirekill tilbúinn að dreifa frjóum sínum

    09.06.2017

    Hlýindi og þurrviðri í maí og góð veðurskilyrði þegar birkireklarnir þroskuðust síðasta haust ollu því að frjótala birkis á Akureyri var sú hæsta sem mælst hefur í einum mánuði. Í Garðabæ var heildarfjöldi frjókorna í maí sá næst mesti í 7 ár.

  • 07.06.2017

    Sníkjudýr og stofnbreytingar rjúpunnar á Íslandi - Doktorsvörn Ute Stenkewitz

    Sníkjudýr og stofnbreytingar rjúpunnar á Íslandi - Doktorsvörn Ute Stenkewitz

    okn_rjupa2009-2.jpg

    07.06.2017

    Fimmtudaginn 8. júní ver Ute Stenkewitz, doktorsritgerð sína við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin heitir Sníkjudýr og stofnbreytingar rjúpunnar á Íslandi (Parasites and population change of rock ptarmigan in Iceland). Ute hefur starfað við rjúpnarannsóknir á Náttúrufræðistofnun undanfarin ár.

  • 31.05.2017

    Rjúpnatalningar 2017

    Rjúpnatalningar 2017

    Rjúpur við Hafravatn ofan Reykjavíkur

    31.05.2017

    Rjúpnatalningum á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2017 er lokið. Mikil fjölgun rjúpna var alls staðar nema á Vestfjörðum, Suðausturlandi og Austurlandi. 

  • 30.05.2017

    Íslandsmet í magni frjókorna

    Íslandsmet í magni frjókorna

    Birki í Urriðaholti í maí 2016

    30.05.2017

    Fyrir rúmri viku síðan varð mikið birkifrjóregn á Akureyri og hafa aldrei áður mælst svo mörg frjókorn á einum sólarhring á Íslandi. Fleiri birkifrjó hafa mælst í maí en í nokkrum öðrum maímánuði frá upphafi mælinga 1998.

  • 29.05.2017

    Ársfundur og útgáfa ársskýrslu

    Ársfundur og útgáfa ársskýrslu

    24-05-201728.jpg

    29.05.2017

    Ársfundur Náttúrufræðistofnunar var haldinn í 24. sinn miðvikudaginn 24. maí síðastliðinn á Hótel Reykjavík Natura. Á honum voru flutt ávörp og erindi um verkefni sem unnið hefur verið að á stofnuninni.

  • 19.05.2017

    Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2017

    Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2017

    19.05.2017

    Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldinn á Hótel Reykjavík Natura, miðvikudaginn 24. maí kl. 13:15–16:30.

  • 17.05.2017

    Aukin náttúruvernd á norðurslóðum

    Aukin náttúruvernd á norðurslóðum

    caff_boundaries.jpg

    17.05.2017

    Stærð verndaðra svæða á norðurslóðum hefur tvöfaldast síðan 1980 og nú eru 11,4% norðurslóða, eða 3,7 milljón km2, verndaðar samkvæmt flokkun Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna.

  • 16.05.2017

    Hlýnun jarðar og umsvif mannsins auka hættu á aðflutningi ágengra framandi tegunda á norðurslóðum

    Hlýnun jarðar og umsvif mannsins auka hættu á aðflutningi ágengra framandi tegunda á norðurslóðum

    arias_forsidumynd.jpg

    16.05.2017

    Norðurskautsráðið hefur gefið út stefnu og aðgerðaráætlun um að hefta yfirvofandi aðflutning ágengra framandi tegunda á norðurslóðum og kallar eftir að henni verði hrint fljótt í framkvæmd. Aðflutningur ágengra framandi tegunda á norðurslóðum mun hafa áhrif á líffræðilega fjölbreytni á heimsvísu, ógna tegundum, spilla vistkerfum og hafa ýmis efnahagsleg áhrif.

  • 15.05.2017

    Miklar breytingar á líffræðilegri fjölbreytni sjávar á norðurslóðum

    Miklar breytingar á líffræðilegri fjölbreytni sjávar á norðurslóðum

    sambr_forsidumynd.jpg

    15.05.2017

    Breytingar á fæðuvali, tap á búsvæðum á ís og breytt ísalög, fjölgun smitsjúkdóma og yfirvofandi aðfluttningur suðrænna tegunda hafa áhrif á sjávardýr á norðlægum slóðum. Vistkerfi norðurslóða eru að breytast og framundan eru mikil umskipti.

  • 11.05.2017

    Fuglamerkingar 2016

    Fuglamerkingar 2016

    eo_kria.jpg

    11.05.2017

    Mest var merkt af auðnutittlingum árið 2016 en næstmest af skógarþresti. Fimmtíu og fimm merkingarmenn skiluðu skýrslum um merkingu á alls 16.476 fuglum af 81 tegund. Þetta er metfjöldi merkingarmanna og 3. stærsta ár frá upphafi í fjölda merktra fugla.

  • 08.05.2017

    Frjómælingar sumarsins eru hafnar

    Frjómælingar sumarsins eru hafnar

    Lokaður birkirekill

    08.05.2017

    Frjómælingar eru hafnar í Garðabæ og á Akureyri og munu þær standa út september. Hægt er að fylgjast með mælingum á birki og grasfrjóum á vef Náttúrufræðistofnunar en þær er gott að nota sem viðmið um hvenær blómgun þessara tegunda er byrjuð eða vel á veg komin.

  • 04.05.2017

    Opið hús í borkjarnasafninu á Breiðdalsvík þann 19. maí

    Opið hús í borkjarnasafninu á Breiðdalsvík þann 19. maí

    Borkjarnasafn Náttúrufræðistofnunar Íslands á Breiðdalsvík

    04.05.2017

    Föstudaginn 19. maí frá kl. 12-18 verður opið hús í húsakynnum borkjarnasafns Náttúrufræðistofnunar Íslands á Breiðdalsvík.

  • 25.04.2017

    Pödduvefur uppfærður

    Pödduvefur uppfærður

    rottumitill-07-04-2017.jpg

    25.04.2017

    Pödduvefur Náttúrufræðistofnunar Íslands hefur verið yfirfarinn og uppfærður og þar er nú að finna upplýsingar um 355 tegundir. Skipulag á uppröðun efnis hefur verið bætt og mikið er af nýjum upplýsingum um tegundir og tegundahópa.

  • 18.04.2017

    Hrafnaþing: Fléttur á Íslandi

    Hrafnaþing: Fléttur á Íslandi

    Kápa bókarinnar „Íslenskar fléttur“

    18.04.2017

    Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 19. apríl kl. 15:15–16:00. Hörður Kristinsson fléttufræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Fléttur á Íslandi“.

  • 31.03.2017

    Náttúrufræðistofnun nýtur áfram trausts meðal landsmanna

    Náttúrufræðistofnun nýtur áfram trausts meðal landsmanna

    Náttúrufræðistofnun Íslands í Garðabæ

    31.03.2017

    Landsmenn bera mikið traust til Náttúrufræðistofnunar Íslands samkvæmt könnun Capacent sem gerð var í febrúar síðastliðnum. Samkvæmt henni nýtur stofnunin mikils trausts 58% landsmanna.

  • 28.03.2017

    Hrafnaþing: Eðli og ástæður umhverfisbreytinga á Norðurlandi vestra á nútíma

    Hrafnaþing: Eðli og ástæður umhverfisbreytinga á Norðurlandi vestra á nútíma

    Borað í fornt stöðuvatn

    28.03.2017

    Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 29. mars kl. 15:15–16:00. Sigrún Dögg Eddudóttir, nýdoktor við Líf- og umhverfisvísindastofnun Háskóla Íslands, flytur erindið „Eðli og ástæður umhverfisbreytinga á Norðurlandi vestra á nútíma“.

  • 20.03.2017

    Vel heppnað málþing að baki

    Vel heppnað málþing að baki

    Málþingið

    20.03.2017

    Stór áfangi í kortlagningu íslenskrar náttúru var kynntur á málþingi Náttúrufræðistofnunar Íslands og umhverfis- og auðlindaráðuneytis síðastliðinn föstudag, 17. mars. Þar voru kynntar niðurstöður flokkunar lands í vistgerðir og kortasjá opnuð sem sýnir útbreiðslu þeirra á landinu. Málþingið þótti afar vel heppnað en um 220 manns sóttu þingið.

  • 20.03.2017

    Hrafnaþing: Hefur skógarmítill numið land á Íslandi?

    Hrafnaþing: Hefur skógarmítill numið land á Íslandi?

    skogarmitill_1.jpg

    20.03.2017

    Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 22. mars kl. 15:15–16:00. Matthías Alfreðsson líffræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Hefur skógarmítill numið land á Íslandi: svara leitað“.

  • 17.03.2017

    Vistgerðir á Íslandi: útgáfa og málþing

    Vistgerðir á Íslandi: útgáfa og málþing

    snaefellsjokull-vistgerdir-img_1084.jpg

    17.03.2017

    Náttúrufræðistofnun Íslands hefur gefið út ritið Vistgerðir á Íslandi ásamt vistgerðakortum í kortasjá. Með útgáfunni er í fyrsta sinn birt heildstætt yfirlit og lýsing á vistgerðum Íslands, útbreiðslu þeirra, stærð og verndargildi. Með vistgerðalýsingum fyrir landið er tekin upp ný aðferðafræði við flokkun og kortlagningu lífríkis.

  • 16.03.2017

    Tími frjókornaofnæmis í aðsigi

    Tími frjókornaofnæmis í aðsigi

    Vorboði í Urriðaholti 15. mars 2017, karlreklar elris losa út frjókorn.

    16.03.2017

    Trjátegundin elri, einnig nefnd ölur, er að byrja að blómgast þessa dagana og næstu vikur má því búast við elrifrjókornum í lofti ef veður fer hlýnandi.

  • 15.03.2017

    Vistgerðir á Íslandi - málþing 17. mars

    Vistgerðir á Íslandi - málþing 17. mars

    skeraleira_alftafjordur.jpg

    15.03.2017

    Stór áfangi í kortlagningu íslenskrar náttúru verður kynntur á málþingi Náttúrufræðistofnunar Íslands og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins föstudaginn 17. mars kl. 13 á Grand Hótel.

    Kynntar verða niðurstöður flokkunar lands í vistgerðir og kortasjá opnuð sem sýnir útbreiðslu þeirra á landinu. Flokkunin á sér fyrirmynd í viðurkenndri flokkun á vistgerðum í Evrópu og mun nýtast stjórnvöldum, sveitarfélögum, atvinnulífi og almenningi við alla skipulagsgerð, skynsamlega landnotkun, vernd náttúrunnar og sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda.

  • 24.02.2017

    Hrafnaþing: Áhrif sauðfjárbeitar og skordýraafráns á gróðurframvindu á Skeiðarársandi

    Hrafnaþing: Áhrif sauðfjárbeitar og skordýraafráns á gróðurframvindu á Skeiðarársandi

    Sauðfé á Skeiðarársandi

    24.02.2017

    Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 1. mars kl. 15:15–16:00. Bryndís Marteinsdóttir nýdoktor hjá Líf- og umhverfisvísindastofnun Háskóla Íslands flytur erindið „Áhrif sauðfjárbeitar og skordýraafráns á gróðurframvindu á Skeiðarársandi“.

  • 17.02.2017

    Hálfdán Björnsson á Kvískerjum látinn

    Hálfdán Björnsson á Kvískerjum látinn

    Hálfdán Björnsson á Mávatorfu í Suðursveitarfjöllum

    17.02.2017

    Á morgun, 18. febrúar, verður til moldar borinn Hálfdán Björnsson, bóndi og fræðimaður á Kvískerjum í Öræfum. Hann lést 10. febrúar á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands rétt að verða níræður, síðastur af stórum systkinahópi. 

  • 13.02.2017

    Hrafnaþing: Jarðvegsrof og gróðurbreytingar á afrétti Hrunamanna

    Hrafnaþing: Jarðvegsrof og gróðurbreytingar á afrétti Hrunamanna

    Sjálfgræðsla á beittu landi við Heygil á Hrunamannaafrétti 2016

    13.02.2017

    Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 15. febrúar kl. 15:15–16:00. Sigurður H. Magnússon gróðurvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Jarðvegsrof og gróðurbreytingar á afrétti Hrunamanna“.

  • 01.02.2017

    Umhverfis- og auðlindaráðherra í heimsókn

    Umhverfis- og auðlindaráðherra í heimsókn

    Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, í heimsókn hjá Náttúrufræðistofnun Íslands 31. janúar 2017

    01.02.2017

    Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, heimsótti í gær Náttúrufræðistofnun Íslands í þeim tilgangi að kynna sér starfsemi stofnunarinnar og hitta starfsfólk. Með ráðherra í för voru aðstoðarmenn ráðherra, ráðuneytisstjóri, skrifstofustjóri skrifstofu landgæða hjá ráðuneytinu og upplýsingafulltrúi.

  • 18.01.2017

    Hrafnaþing: Norðurskautsráðið, CAFF og líffræðilegur fjölbreytileiki

    Hrafnaþing: Norðurskautsráðið, CAFF og líffræðilegur fjölbreytileiki

    Heimskautarefur

    18.01.2017

    Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið í dag, 18. janúar kl. 15:15–16:00. Tom Barry framkvæmdastjóri CAFF flytur erindið „Arctic Council, CAFF and Biodiversity“.