Hrafnaþing: Fléttur á Íslandi

18.04.2017
Kápa bókarinnar „Íslenskar fléttur“

Kápa bókarinnar Íslenskar fléttur.

Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 19. apríl kl. 15:15–16:00. Hörður Kristinsson fléttufræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Fléttur á Íslandi“.

Í erindinu verður gefið yfirlit yfir aðdraganda og tilurð bókarinnar „Íslenskar fléttur“ sem út kom á síðasta ári.

Útdráttur úr erindinu

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð.

Allir velkomnir!