Hrafnaþing: Eðli og ástæður umhverfisbreytinga á Norðurlandi vestra á nútíma

28.03.2017
Borað í fornt stöðuvatn
Mynd: Sigrún Dögg Eddudóttir

Borað í fornt stöðuvatn.

Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 29. mars kl. 15:15–16:00. Sigrún Dögg Eddudóttir, nýdoktor við Líf- og umhverfisvísindastofnun Háskóla Íslands, flytur erindið „Eðli og ástæður umhverfisbreytinga á Norðurlandi vestra á nútíma“.

Í fyrirlestrinum verður fjallað um rannsókn á eðli og ástæðum gróður- og umhverfisbreytinga í Austur-Húnavatnssýslu á nútíma, bæði í tíma og rúmi.

Útdráttur úr erindinu

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð.

Allir velkomnir!