Samantekt frjómælinga sumarið 2017

24.10.2017
Ilmreynir (Sorbus acuparia) skrýðist haustlitum. Búrfellshraun í Garðabæ.
Mynd: Erling Ólafsson

Ilmreynir (Sorbus acuparia) skrýðist haustlitum. Vífilsstaðahraun í Garðabæ, 22. september 2011.

Tekið hefur verið saman yfirlit yfir frjómælingar í Garðabæ og á Akureyri sumarið 2017. Í Garðabæ var heildarfjöldi frjókorna nálægt meðaltali en á Akureyri voru frjókorn ríflega tvöfalt fleiri en í meðalári.

Á Akureyri var heildarfjöldi frjókorna 7549 frjó/m3. Grasfrjó voru tæplega helmingur allra frjókorna og um þriðjungur birki en samtals var hlutfall frjógerðanna 78,5%. Flest frjókorn voru í lofti í maímánuði eða 39%.

Í Garðabæ var fjöldi frjókorna 3112 frjó/m3. Hlutfall gras- og birkifrjóa var svipað eða um þriðjungur hjá hvorri frjógerð fyrir sig, samtals 68,5%. Flest frjókorn mældust í júní eða um 44%.

Frjómælingar á Akureyri sumarið 2017

Frjómælingar í Garðabæ sumarið 2017