Áhrif skógræktar á líffræðilegan fjölbreytileika, byggðaþróun og landslag

08.12.2008

Nýlega kom út bókin „Effects of afforestation on ecosystems, landscape and rural development". Ritstjórar bókarinnar eru Guðmundur Halldórsson, Edda S. Oddsdóttir og Bjarni Diðrik Sigurðsson. Bókin er unnin í samvinnu sérfræðinga frá Danmörku, Færeyjum, Íslandi, Noregi og Svíþjóð og er gefin út á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar í svokallaðri TemaNord ritaröð. Starfsmenn Náttúrufræðistofnunar Íslands tóku þátt í verkinu sem tengist samvinnuverkefninu SKÓGVIST sem hófst árið 2002.

Frekari upplýsingar um bókina má finna á vef Landbúnaðarháskóla Íslands. Mögulegt er að skoða bókina rafrænt.