Fréttir

  • 22.12.2008

    Náttúrufræðistofnun Íslands óskar samstarfsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

    Náttúrufræðistofnun Íslands óskar samstarfsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

    22.12.2008

    Undanfarin ár hefur Náttúrufræðistofnun búið til sín eigin jólakort sem eru jafnframt fræðslukort. Jólakort stofnunarinnar að þessu sinni er af beitilyngi, Calluna vulgaris, og tók Gróa Valgerður Ingimundardóttir, líffræðingur, myndina.

  • 19.12.2008

    Bernarsamningurinn um vernd villtra dýra og plantna og búsvæða þeirra í Evrópu - fundargerð

    Bernarsamningurinn um vernd villtra dýra og plantna og búsvæða þeirra í Evrópu - fundargerð

    19.12.2008

    Dagana 24. til 27. nóvember sl. var haldinn 28. fundur aðildarríkja Bernarsamningsins í Strasbourg í Frakklandi. Í lok fundarins var Jón Gunnar Ottósson forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands endurkjörinn forseti samningsins. Fulltrúi Íslands á fundinum var Trausti Baldursson. Nú er komin fundargerð frá fundinum.

  • 16.12.2008

    Vetrarfuglatalning 2008

    Vetrarfuglatalning 2008

    16.12.2008

    Hin árlega vetrarfuglatalning sem Náttúrufræðistofnun Íslands hefur skipulagt frá 1952 fer að þessu sinni fram sunnudaginn 28. desember n.k. Markmið vetrarfuglatalninga er að safna upplýsingum um fjölda og dreifingu fugla að vetrarlagi.

  • 08.12.2008

    Áhrif skógræktar á líffræðilegan fjölbreytileika, byggðaþróun og landslag

    Áhrif skógræktar á líffræðilegan fjölbreytileika, byggðaþróun og landslag

    08.12.2008


    Nýlega kom út bókin „Effects of afforestation on ecosystems, landscape and rural development". Ritstjórar bókarinnar eru Guðmundur Halldórsson, Edda S. Oddsdóttir og Bjarni Diðrik Sigurðsson. Bókin er unnin í samvinnu sérfræðinga frá Danmörku, Færeyjum, Íslandi, Noregi og Svíþjóð og er gefin út á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar í svokallaðri TemaNord ritaröð. Starfsmenn Náttúrufræðistofnunar Íslands tóku þátt í verkinu sem tengist samvinnuverkefninu SKÓGVIST sem hófst árið 2002.


  • 03.12.2008

    Bernarsamningurinn um vernd villtra dýra og plantna og búsvæða þeirra í Evrópu

    Bernarsamningurinn um vernd villtra dýra og plantna og búsvæða þeirra í Evrópu

    03.12.2008

    Dagana 24. til 27. nóvember sl. var haldinn 28. fundur aðildarríkja Bernarsamningsins í Strasbourg í Frakklandi. Í lok fundarins var Jón Gunnar Ottósson forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands endurkjörinn forseti samningsins. Fulltrúi Íslands á fundinum var Trausti Baldursson.