Frjókornafræðsla á Vísindavöku 2008

02.10.2008

Mörg hundruð manns heimsóttu bás Náttúrufræðistofnunar Íslands á Vísindavöku í september. Þar kynnti stofnunin starfsemi sína með fræðslu um fjókorn. Í sýningunni voru veggspjöld með upplýsingum um hvað frjókorn eru, hvaða frjókorn valda ofnæmi og af hverju, hvers vegna frjókornamælingar eru mikilvægar og ýmislegt fleira. Boðið var upp á að skoða frjókorn í smásjá og frjógildra sem fangar frjókorn frá vori fram á haust í Reykjavík var til sýnis.

Í tilefni af Vísindavöku gaf Náttúrufræðistofnun út bæklinginn Fræðist um frjókorn þar sem upplýsingar um frjókorn eru gerðar aðgengilegar fyrir almenning:

Fræðslubæklingurinn Fræðist um frjókorn
Vinsælt var að skoða frjókorn í smásjá. Ljósm. Anette Th. Meier
 
Margrét Hallsdóttir sérfræðingur í frjókornum fræðir áhugasama gesti vökunnar. Ljósm. Kjartan Birgisson

 

Ýmislegt var í boði fyrir börnin á Vísindavöku, m.a. rafeindasmásjármyndir af frjókornum sem hægt var að lita. Þegar smellt er á myndina opnast nýr gluggi með nokkrum frjókornamyndum til að prenta út og lita.

 

Litaðu myndirnar!