Fréttir

  • 26.08.2013

    Birkifeti skaðar bláberjalyng

    Birkifeti skaðar bláberjalyng

    26.08.2013

    Undanfarin sumur hefur birkifeti gengið hart að bláberjalyngi víða á norðan- og norðvestanverðu landinu, svo hart að hann hefur étið upp allt hold laufblaðanna og skilið við lyngbrekkur sölnaðar yfir að líta. Við slíkar hamfarir verður berjaspretta lítil sem engin. Því hefur verið fleygt fram í fjölmiðlafréttum að nú sé betri tíð án birkifeta. Er það svo?

  • 23.08.2013

    Folaflugusprengja!

    Folaflugusprengja!

    23.08.2013

    Risastórar hrossaflugur vekja á sér athygli þessa dagana á húsveggjum á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Þetta er svokölluð folafluga. Hún er miklum mun stærri en þær sem við áttum að venjast fram að því að hún birtist hér á landi undir aldamótin síðustu, þá fyrst í Hveragerði. Frá því að hún sást fyrst í höfuðborginni 2010 hefur henni fjölgað með ári hverju og virkilega náð að springa út í sumar. Auk þess er hún að færa út kvíarnar.

  • 20.08.2013

    Vísindatilraun á Vaðlaheiði

    Vísindatilraun á Vaðlaheiði

    20.08.2013

    Á Vaðlaheiði fer nú fram rannsókn á aðlögunarhæfni toppasteinbrjóts á vegum Náttúrugripasafns Lúxemborgar. Náttúrufræðistofnun Íslands kemur að verkefninu.

  • 13.08.2013

    Er pardussnigillinn í okkar liði?

    Er pardussnigillinn í okkar liði?

    13.08.2013

    Sniglar verða seint taldir til þokkafyllri smádýra. Mörgum finnst eitthvað fráhrindandi við þessa slímugu skemmdarvarga nema þeir skreyti sig með fallegum kuðungi. Kuðungur bætir í það minnsta ímynd útlitsins. Um þessar mundir er gósentíð sniglanna í görðum okkar og er því ekki úr vegi að velta þeim aðeins fyrir sér. Pardussnigillinn stóri er einn nýju landnemanna. Sennilega eigum við þar hauk í horni.

  • 12.08.2013

    Surtsey 50 ára: Alþjóðleg vísindaráðstefna 12.-15. ágúst í Reykjavík

    Surtsey 50 ára: Alþjóðleg vísindaráðstefna 12.-15. ágúst í Reykjavík

    12.08.2013

    Dagana 12.-15. ágúst verður haldin í Reykjavík 50 ára afmælis- og vísindaráðstefna Surtseyjar. Það er Surtseyjarfélagið sem stendur að ráðstefnunni ásamt Náttúrufræðistofnun Íslands, Hafrannsóknastofnun, Jarðvísindastofnun Háskólans, Landbúnaðarháskóla Íslands, Umhverfisstofnun, Náttúrustofu Suðurlands og Rannís. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Hilton Nordica að Suðurlandsbraut 2, Reykjavík.

  • 12.08.2013

    Frjótölur í Garðabæ með hærra móti það sem af er sumri

    Frjótölur í Garðabæ með hærra móti það sem af er sumri

    12.08.2013

    Í Garðabæ reyndist heildarfjöldi frjókorna í júlí vera talsvert meiri en árin 2011 og 2012. Á Akureyri var heildarfjöldi frjókorna í júlí í meðallagi en fjöldi grasfrjóa var aðeins undir meðallagi.
    Búast má við því að ágúst verði
    aðal grasmánuðurinn á Akureyri.

  • 08.08.2013

    Surtseyjarleiðangrar Náttúrufræðistofnunar Íslands 2013

    Surtseyjarleiðangrar Náttúrufræðistofnunar Íslands 2013

    08.08.2013

    Nýafstaðnir eru sumarleiðangrar líffræðinga og jarðfræðinga Náttúrufræðistofnunar Íslands til Surtseyjar en þeir voru skipulagðir í samvinnu við Surtseyjarfélagið, Landbúnaðarháskóla Íslands, Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, Umhverfisstofnun, Veðurstofu Íslands og Íslenskar Orkurannsóknir. Einnig tóku þátt í leiðöngrunum nokkrir erlendir vísindamenn og háskólanemar sem vinna að rannsóknaverkefnum er tengjast Surtsey. Líffræðingar dvöldu í eynni 15. – 18. júlí en jarðfræðingar 18. – 23. júlí.