Fréttir

  • 20.07.2010

    Leiðangur Náttúrufræðistofnunar til Surtseyjar og Vestmannaeyja 2010

    Leiðangur Náttúrufræðistofnunar til Surtseyjar og Vestmannaeyja 2010

    20.07.2010


    Árleg ferð Náttúrufræðistofnunar Íslands til Surtseyjar var farin dagana 9.-16. júlí 2010. Einnig var komið við í Álsey og Elliðaey. Fjórir starfsmenn Náttúrufræðistofnunar Íslands voru í leiðangrinum, auk þátttakenda frá Landbúnaðarháskóla Íslands, Landgræðslunni, Háskóla Íslands og Kaupmannahafnarháskóla. Leiðangurinn var farinn í samvinnu við Surtseyjarfélagið og Umhverfisstofnun en Náttúrustofa Suðurlands í Vestmannaeyjum skipulagði ferðirnar í Álsey og Elliðaey. Í Surtsey var gróður, fugla- og smádýralíf kannað, öndun og ljóstillífun í gróðri mæld, tekin sýni af jarðvegi og myndun hans rannsökuð. Einnig voru tekin sýni og gerðar athuganir á melgresi og fjöruarfa til rannsókna á stofnerfðafræði og uppruna þessara tegunda í eynni. Í Álsey og Elliðaey voru gerðar forrannsóknir á flóru, smádýralífi og virkni vistkerfa. Ætlunin er að auka rannsóknir í úteyjum Vestmannaeyja á næstu árum en líta má á þær sem gamlar Surtseyjar hvað myndun og framvindu lífríkis varðar.

  • 15.07.2010

    Starfsmenn Náttúrufræðistofnunar rita í Árbók Ferðafélags Íslands

    Starfsmenn Náttúrufræðistofnunar rita í Árbók Ferðafélags Íslands

    15.07.2010


    Nýverið kom út Árbók Ferðafélags Íslands 2010 sem að þessu sinni fjallar um Friðland að Fjallabaki. Höfundur er Ólafur Örn Haraldsson forseti Ferðafélagsins og er bókin glæsileg að vanda, prýdd fjölda ljósmynda og korta. Landlýsing er prýðileg sem og lýsingar á gönguleiðum. Í bókinni er jafnframt einkar skemmtilegur fróðleikur um ferðir manna um svæðið fyrr og nú sem farnar hafa verið á ýmsum forsendum, ekki síst í tengslum við smalamennsku.

  • 13.07.2010

    Skógarkerfill - Norðmenn farnir að sporna gegn útbreiðslu hans

    Skógarkerfill - Norðmenn farnir að sporna gegn útbreiðslu hans

    13.07.2010


    Skógarkerfill hefur víða breiðst út á Íslandi á undanförnum árum. Fram undir 2005 kvað mest að honum í Eyjafirði og á höfuðborgarsvæðinu en nú er hann einnig orðinn allútbreiddur á Suðurlandi og á Vestfjörðum. Kerfillinn skýtur stöðugt upp kollinum á nýjum stöðum og er tekinn að setja svip á gróðurfar. Það er ekki bara á Íslandi sem skógarkerfillinn veldur áhyggjum hvað varðar aukna útbreiðslu, heldur einnig m.a. í Noregi, en þar í landi er verið að hefja rannsóknir á tegundinni með það að markmiði að reyna að hemja útbreiðslu hennar.

  • 09.07.2010

    Ferðir og vetrarstöðvar íslenskra hrafnsanda rannsakaðar

    Ferðir og vetrarstöðvar íslenskra hrafnsanda rannsakaðar

    09.07.2010


    Hrafnsendur eru með sjaldgæfustu öndum sem verpa á Íslandi. Þær er fyrst og fremst að finna á Mývatni og öðrum viðlíka votlendissvæðum í Þingeyjarsýslum. Náttúrufræðistofnun Íslands, Danmarks Miljøundersøgelser (NERI) og British Antarctic Survey (BAS) hófu rannsóknir á stofninum í Aðaldal á síðasta ári. Í ljós kom að íslensku fuglarnir höfðu margir hverjir haldið sig norðar en rannsóknir höfðu áður bent til.

  • 09.07.2010

    Frjómælingar í Reykjavík og á Akureyri í júní 2010 - fréttatilkynning

    Frjómælingar í Reykjavík og á Akureyri í júní 2010 - fréttatilkynning

    09.07.2010

    Frjómælingar í júnímánuði sýna að mikið var af frjókornum í loftinu, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Fjöldi frjókorna í júní var u.þ.b. tvöfalt meðaltal júnímánaðar 1988–2009 á báðum stöðum. Nánari upplýsingar er að finna í meðfylgjandi fréttatilkynningu.

  • 02.07.2010

    Aðgerðir vegna útbreiðslu alaskalúpínu og skógarkerfils

    Aðgerðir vegna útbreiðslu alaskalúpínu og skógarkerfils

    02.07.2010

    Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra, Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri Landgræðslu ríkisins og Jón Gunnar Ottósson forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands rita grein í Fréttablaðið 2. júlí 2010 um aðgerðir vegna útbreiðslu alaskalúpínu og skógarkerfils.

  • 01.07.2010

    Starfsmenn í atvinnuátaksverkefni

    Starfsmenn í atvinnuátaksverkefni

    01.07.2010


    Náttúrufræðistofnun Íslands tekur þátt í atvinnuátaki Vinnumálastofnunar og félags- og tryggingamálaráðuneytisins og hefur ráðið 10 starfsmenn til ýmissa átaksverkefna á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík.