Fréttir

  • 30.04.2008

    Sinueldar við Hafnarfjörð

    Sinueldar við Hafnarfjörð

    30.04.2008

    Starfsmenn Náttúrufræðistofnunar fóru 29. apríl um svæði við Hafnarfjörð þar sem sinueldar höfðu komið upp undangengna daga og slökkvilið þurft að berjast við. Gengið var með stærstu brunaflekkjunum og útlínur þeirra kortlagðar með GPS-mælingum. Svæði það sem brann aðfararnótt 29. apríl við Kjóadal suðaustan Hvaleyrarvatns er langstærst að flatarmáli eða tæpir 8 hektarar. Í hlíðinni norðan við vatnið kom upp eldur 27. apríl og fór um svæði sem er um 1 hektari. Vestan vatnsins er annar minni blettur út með hlíðinni og reyndist hann hálfur hektari að stærð.

  • 28.04.2008

    Húshumlan klikkar ekki

    Húshumlan klikkar ekki

    28.04.2008

    Fáir vorboðar eru eins stundvísir og húshumlan. Jafnan hefur mátt stilla dagatalið eftir því hvenær hún birtist á vorin, en dagurinn sá er 19. apríl. Nú brá hins vegar svo við að húshumlan færði sig fram um einn dag og vaknaði af vetrarsvefninum 18. apríl víða um sunnanvert landið. Var hún að þjófstarta að þessu sinni? Nei, ekki aldeilis. Nú er hlaupár og húshumlan hefur augljóslega tekið tillit til þess og því fært sig fram um einn dag á dagatalinu! Stundvísari gat hún því alls ekki verið.

  • 28.04.2008

    Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2008 verður haldinn 5. maí á Hótel KEA á Akureyri

    Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2008 verður haldinn 5. maí á Hótel KEA á Akureyri

    28.04.2008

    Dagskrá fundarins má sjá í fréttinni.

  • 17.04.2008

    Náttúrufræðistofnun Íslands og Sveitarfélagið Álftanes undirrituðu samstarfssamning um rannsóknir á margæs

    Náttúrufræðistofnun Íslands og Sveitarfélagið Álftanes undirrituðu samstarfssamning um rannsóknir á margæs

    17.04.2008

    Náttúrufræðistofnun hefur á hverju vori síðan 2001 rannsakað vistfræði margæsa sem hafa viðdvöl á Álftanesi og nágrenni. Nú hefur verið gerður samstarfssamningur um sérstakt rannsóknarverkefni til nokkurra ára, þar sem metin verða áhrif nýs vegstæðis og aukinnar byggðar á nýtingu margæsar á túnum við Norðurnesveg.

  • 14.04.2008

    Fyrirlestur á Hrafnaþingi um vorblóm

    Fyrirlestur á Hrafnaþingi um vorblóm

    14.04.2008

    Á miðvikudaginn 16. apríl flytur Gróa Valgerður Ingimundardóttir líffræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands fyrirlestur um vorblóm á Íslandi. Fyrirlesturinn á Hrafnaþingi er haldinn í sal Möguleikhússins við Hlemm og hefst kl. 12:15.


    Lesa meira

  • 14.04.2008

    Fuglafræðingar NÍ á Fuglaráðstefnu Fuglaverndar

    Fuglafræðingar NÍ á Fuglaráðstefnu Fuglaverndar

    14.04.2008

    Laugardaginn 19. apríl næstkomandi stendur Fuglavernd fyrir ráðstefnu um fugla sem fram fer í Öskju. Á ráðstefnunni, sem haldin er í samstarfi við Líffræðistofnun Háskóla Íslands og Náttúrufræðistofnun Íslands, munu þrír fuglafræðingar frá Náttúrufræðistofnun halda fyrirlestra, þau Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Guðmundur A. Guðmundsson og Freydís Vigfúsdóttir.

  • 03.04.2008

    Vorið er tími sinuelda - tvö ár liðin frá Mýraeldum

    Vorið er tími sinuelda - tvö ár liðin frá Mýraeldum

    03.04.2008


    Undanfarnar vikur hefur verið þurrt í veðri sunnanlands og aðstæður skapast fyrir sinu- og gróðurelda. Nokkrir smáeldar hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu og hefur slökkvilið verið kallað út til að hemja þá. Breyting varð hins vegar á til batnaðar þegar úrkomu gerði 2. apríl og bleytti í gróðri. Full ástæða er þó til að hvetja fólk til að vera áfram á varðbergi og fara varlega með eld ef vorið verður þurrviðrasamt. Þegar jörð tekur að grænka og trjágróður að laufgast dregur hins vegar að jafnaði verulega úr eldhættu.