Fréttir

  • 19.07.2007

    Nokkrar nýjar tegundir fundnar í Esjufjöllum

    Nokkrar nýjar tegundir fundnar í Esjufjöllum

    19.07.2007

    Vel heppnaðri rannsóknarferð á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands í Esjufjöll í Breiðamerkurjökli er lokið. Megintilgangur ferðarinnar var að kanna skordýr, fléttur og háplöntur Esjufjalla og þá einkum austasta hluta þeirra, Austurbjarga. Nokkrar lífverutegundir fundust í fyrsta skipti í fjöllunum: Brunnklukka, barnarót og fléttutegundirnar blaðkorpa og vætukorpa.

  • 13.07.2007

    Mikil fjölgun tegunda í Surtsey 2007

    Mikil fjölgun tegunda í Surtsey 2007

    13.07.2007

    Annað árið í röð fundust óvenjumargar tegundir háplantna í árlegum leiðangri Náttúrufræðistofnunar Íslands til Surtseyjar auk þess sem eldri landnemar komu í leitirnar sem ekki hafa sést þar í nokkur ár. Einn merkasti plöntufundur í leiðangrinum er burkninn þrílaufungur, sem er þriðja burknategundin sem finnst í Surtsey. Athygli vakti hvað gróður var víða illa farinn af þurrki, einkum á hraunklöppum þar sem jarðvegur er grunnur.