Trefjasóley (Ranunculus hyperboreus)

Mynd af Trefjasóley (Ranunculus hyperboreus)
Mynd: Hörður Kristinsson
Trefjasóley (Ranunculus hyperboreus)
Mynd af Trefjasóley (Ranunculus hyperboreus)
Mynd: Hörður Kristinsson
Trefjasóley (Ranunculus hyperboreus)

Útbreiðsla

Víða um land (Hörður Kristinsson 1998).

Almennt

Trefjasóley er einnig kölluð sefbrúða en nafnið norðsóley kom Jónas Hallgrímsson með (Ágúst H. Bjarnason 1994).

Búsvæði

Leirefja við tjarnir, læki eða uppsprettur. Vex einnig stundum í grunnum tjörnum og fljóta blöðin þá gjarnan ofan á vatnsyfirborðinu. Hún virðist vera einkennisjurt fyrir járnríkt uppsprettuvatn í mýrlendi, einkum inni á hálendinu og vex þá gjarnan í samfélagi við vatnsnarfagras (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Jarðlæg jurt með þríflipóttum, hárlausum blöðum og gulum, þrídeildum blómum. Blómgast í júní.

Blað

Stöngullinn skriðull, hefur oftast þríflipótt, hárlaus blöð, endafliparnir stundum skertir í endann og getur blaðið þá orðið fimmflipótt (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru 6–8 mm í þvermál. Krónublöðin oftast þrjú, öfugegglaga. Bikarblöðin svipuð að lengd eða lítið eitt styttri, ljósmóleit. Fræflar oft 10–15 talsins, frævur álíka margar (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Blöðin líkjast blöðum lækjasteinbrjóts. Líkist flagasóley en blaðagerðin er allt önnur.

Útbreiðsla - Trefjasóley (Ranunculus hyperboreus)
Útbreiðsla: Trefjasóley (Ranunculus hyperboreus)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |