Sifjarsóley (Ranunculus auricomus)

Útbreiðsla

Sjaldgæf (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Meðalhá planta (10–50 sm) með gróftennt blöð og gul blóm í hálfsveip.

Blað

Stofnblöðin eru nýrlaga og gróftennt en stundum djúpsepótt eða skipt með tenntum flipum. Efstu blöðin skipt í nokkra striklaga eða Y-laga flipa (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Gul, fimmdeild blómin í hálfsveip (Lid og Lid 2005).

Greining

Líkist brennisóley en þekkist á mjög fjölbreytilegri blaðlögun.

Válisti

VU (tegund í nokkurri hættu)

Ísland Heimsválisti
VU NE

Forsendur flokkunar

Sifjarsóley flokkast sem tegund í nokkurri hættu þar sem vaxtarsvæði tegundarinnar er takmarkað, þ.e. 16-20 km2 auk þess sem nýlega var afhjúpað að íslenska tegundin er einlend.

Viðmið IUCN: D2

D. Stofn talinn mjög lítill eða með mjög takmarkaða útbreiðslu.
D2. Restricted area of occupancy or number of locations with a plausible future threat that could drive the taxon to CR or EX in a very short time.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2008: Sifjarsóley er á válista í hættuflokki NT (í nokkurri hættu).

Válisti 1996: Sifjarsóley er ekki á válista.

Útbreiðsla - Sifjarsóley (Ranunculus auricomus)
Útbreiðsla: Sifjarsóley (Ranunculus auricomus)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |