Jöklasóley (Beckwithia glacialis)

Mynd af Jöklasóley (Beckwithia glacialis)
Mynd: Hörður Kristinsson
Jöklasóley (Beckwithia glacialis)
Mynd af Jöklasóley (Beckwithia glacialis)
Mynd: Hörður Kristinsson
Jöklasóley (Beckwithia glacialis)
Mynd af Jöklasóley (Beckwithia glacialis)
Mynd: Hörður Kristinsson
Jöklasóley (Beckwithia glacialis)

Útbreiðsla

Jöklasóley vex aðeins hátt til fjalla og er algeng í sumum landshlutum. Stundum berst hún með skriðum niður á láglendi en verður sjaldan langlíf þar. Mest heldur hún sig á hinum fornu blágrýtisfjöllum en er fáséð á móbergssvæðinu. Til fjalla finnst hún oft upp í 1300 m hæð eða ofar en aðeins á fáum stöðum norðan til á landinu má finna hana neðan 600 m (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Almennt

Í Alpafjöllum fer jöklasóleyin hærra en aðarar blómplöntur eða hæst í 4275 m hæð yfir sjó (Ágúst H. Bjarnason 1994).

Búsvæði

Kjörlendi jöklasóleyjar eru í grjótskriðum, grýttum melum eða klettum hátt til fjalla (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Lýsing

Lágvaxin planta (8–15 sm) með hlutfallslega stórum blómum sem eru hvít í fyrstu en verða dumbrauð með tímanum. Blómgast í júní.

Blað

Blöðin stilklöng, handflipótt eða handskipt, hárlaus, gljáandi. Bleðlarnir sepóttir eða flipóttir, endar snubbóttir (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru 2–2,5 sm í þvermál, oftast einstök á stöngulendanum. Krónan lausblaða, fimmdeild, oft ofkrýnd. Krónublöðin í fyrstu hvít en verða síðan dumbrauð. Bikarblöðin snubbótt, þéttbrúnhærð. Margir gulir fræflar og margar frævur (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Jöklasóley líkist engri annarri íslenskri tegund.

Útbreiðsla - Jöklasóley (Beckwithia glacialis)
Útbreiðsla: Jöklasóley (Beckwithia glacialis)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |