Dvergsóley (Ranunculus pygmaeus)

Mynd af Dvergsóley (Ranunculus pygmaeus)
Mynd: Hörður Kristinsson
Dvergsóley (Ranunculus pygmaeus)
Mynd af Dvergsóley (Ranunculus pygmaeus)
Mynd: Hörður Kristinsson
Dvergsóley (Ranunculus pygmaeus)

Útbreiðsla

Háfjallategund sem ekki finnst á láglendi (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Rakir gróðurgeirar, dældir og giljabollar hátt til fjalla, meðfram lækjum og uppsprettum. Kýs sér einnig brattar, sæmilega grónar hlíðarbrekkur (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Lýsing

Mjög lágvaxin jurt (2–7 sm) með sepóttum laufblöðum og gul, fimmdeild blóm. Blómgast í júlí–ágúst.

Blað

Blöðin langstilkuð, blaðkan þrí- til fimmsepótt, 1–1,5 sm breið, hárlaus eða með stöku randhárum (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru um 0,5–1 sm í þvermál. Krónublöðin fimm, gul, heldur styttri en bikarblöðin sem eru grænleit, himnurend og ofurlítið loðin. Fræflar allmargir og frævur sömuleiðis, þær eru smáar og sitja á kúptum blómbotni (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Hnetur (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Lækjasteinbrjótur hefur áþekk blöð en tegundirnar eru auðþekktar í blóma. Í aldini þekkist dvergsóley best frá honum á hinum mörgu smáu hnetum en steinbrjótar hafa eitt hýðisaldin, klofið í toppinn.

Útbreiðsla - Dvergsóley (Ranunculus pygmaeus)
Útbreiðsla: Dvergsóley (Ranunculus pygmaeus)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |