Fjörukál (Cakile maritima)

Mynd af Fjörukál (Cakile maritima)
Mynd: Hörður Kristinsson
Fjörukál (Cakile maritima)
Mynd af Fjörukál (Cakile maritima)
Mynd: Hörður Kristinsson
Fjörukál (Cakile maritima)

Útbreiðsla

Fjörukálið er algengast um vestanvert landið, það vex í stórum breiðum víða á Suður- og Vesturlandi en er fágætara norðanlands. Fræin eru búin til þess að fljóta og berast með sjónum á nýjar sandfjörur. Þar sem plantan er einær getur það flust nokkuð til meðfram ströndinni frá ári til árs (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Almennt

Nytjar

Fjörukálið er með góðu kálbragði og hið besta grænmeti. Enginn önnur villt, íslensk tegund hefur jafn mikið kálbragð (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Vex helst í fjörusandi og á sjávarkömbum, eingöngu við sjó (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Fjörukál er einær jurt, um 10–40 sm á hæð með fagurgræn flipótt blöð. Blómstrar hvítum blómum í júní–júlí.

Blað

Laufblöðin eru hárlaus, stilkuð, grófsepótt eða flipótt, lensulaga eða egglensulaga, oft 3–8 sm á lengd (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin standa í klösum á stöngulendunum, 1,2–1,7 mm í þvermál, fjórdeild. Krónublöðin hvít eða fölfjólublá, 7–10 mm á lengd, ávöl eða buguð í endann, nöglin mjó. Bikarblöðin egglaga eða sporbaugótt, gulleit með glærum himnufaldi, um 3 mm á lengd. Fræflar sex, ein löng og mjó fræva (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinin nefnast liðaldin. Það rofnar sundur um liðina við þroskun og fylgir hluti aldinsins hverju fræi og eykur sjófærni þess (Hörður Kristinsson - floraislands.is). Aldinin verða um 1,5–2 sm á lengd og 4–5 mm á breidd er þau eru fullþroskuð. Þau eru stilkuð, með þverskoru neðan við miðju (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Fjörukálið þekkist frá skriðnablómi á hárlausum blöðum og á kjörlendi sínu (Hörður Kristinsson 1998).

Útbreiðsla - Fjörukál (Cakile maritima)
Útbreiðsla: Fjörukál (Cakile maritima)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |