Hagavorblóm (Draba norvegica)

Mynd af Hagavorblóm (Draba norvegica)
Mynd: Hörður Kristinsson
Hagavorblóm (Draba norvegica)

Útbreiðsla

Algengt um allt land og vex bæði á láglendi og til fjalla (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Almennt

Hagavorblómið er afar breytilegt. Líklegt er að það samanstandi af fleiri en einni tegund en meiri rannsókna er þörf áður en um það verður fullyrt (Hörður Kristinsson 1998).

Búsvæði

Breytilegt, grónir grasbalar, brekkur kjarr eða lyngmóar, uppi á rindum eða þurrum melum, oft hátt til fjalla.

Lýsing

Mjög breytileg í útliti, til fjalla er hún oft aðeins 2–3 sm há en innan um runna um 12–20 sm. Blómstrar hvítum blómklösum í maí–júní.

Blað

Stöngullinn kvíslhærður, sjaldan nær snoðinn, blaðlaus neðan blómskipunar eða með einu til tveim blöðum. Flest blöðin í stofnhvirfingu, lensulaga, oft bæði kvísl- og stjarnhærð (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru í klasa, fjórdeild, krónublöðin hvít, 3–4 mm á lengd. Bikarblöðin sporbaugótt eða egglaga, græn eða fjólubláleit, með mjóum himnufaldi. Fræflar sex, ein aflöng fræva (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinin oddbaugóttir skálpar, oftast hærðir, 5–8 mm á lengd (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Það þekkist frá grávorblómi á því að stöngullinn er aðeins með einu eða örfáum blöðum fyrir ofan stofnhvirfingu.

Útbreiðsla - Hagavorblóm (Draba norvegica)
Útbreiðsla: Hagavorblóm (Draba norvegica)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |