Héluvorblóm (Draba nivalis)

Mynd af Héluvorblóm (Draba nivalis)
Mynd: Hörður Kristinsson
Héluvorblóm (Draba nivalis)

Útbreiðsla

Fremur sjaldgæft og vex mjög strjált um landið, heldur sig við landrænu svæðin innan til á Norðausturlandi (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Uppi á rindum, hæðum, hólkollum eða fjöllum. Oft við vörður, fuglaþúfur eða utan í klettum.

Lýsing

Mjög lágvaxin jurt (2–5 sm), hélugrá af smáum hárum. Blómstrar hvítum blómklösum í júní–júlí.

Blað

Stöngullinn blaðlaus. Blöðin í stofnhvirfingu, oftast nær heilrend og 3–4 mm á lengd, 2–2,5 mm á breidd. Bæði stöngull og blöð þétt-gráloðin af örstuttum kvísl- og stjörnuhárum (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin standa fá saman í stuttum klasa efst á stönglum, fjórdeild. Krónublöðin hvít, 2–3 mm á lengd. Bikarblöðin innan við 2 mm, sporbaugótt, himnurend, græn eða fjólubláleit. Fræflar sex, ein fræva (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Skálpurinn mjóoddbaugóttur, 4–5 mm á lengd og 1–1,5 mm á breidd (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst hagavorblómi en héluvorblóm er miklu sjaldgæfara, þekkist á hélugrárri blaðhvirfingu og á tiltölulega styttri og breiðari stofnblöðum.

Útbreiðsla - Héluvorblóm (Draba nivalis)
Útbreiðsla: Héluvorblóm (Draba nivalis)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |