Álftafjörður–Hamarsfjörður–Papey

Svæðið er tilnefnt vegna sela. Það nær að hluta yfir tillögusvæðið Álftafjörð, sem tilnefnt er vegna fugla og vistgerða á landi, og að öllu yfir Papey, sem tilnefnd er vegna fugla.

Papey á Íslandskorti
Papey, Hamarsfjörður, Djúpivogur, Berufjörður
Mynd: Skarphéðinn G. Þórisson

Papey, Hamarsfjörður, Djúpivogur og Berufjörður.

Selir í Papey
Mynd: Magnús Guðmundsson

Landselur í Papey.

Mörk

Strandlengja, grunnsævi, eyjar og sker innan Álftafjarðar og Hamarsfjarðar ásamt Papey.

Stærð

86,6 km2

Hlutfall lands: 2%
Hlutfall fjöru: 42%
Hlutfall sjávar: 56%

Svæðislýsing

Grunnir firðir með víðáttumiklum leirum og sjávarfitjum, eyjum og skerjum. Landbúnaður er á jörðum við fjörðinn. Meðal hlunninda eru æðardúntekja, fisk- og fuglaveiðar og eggjataka. Á svæðinu öllu eru landselslátur og í Papey kæpir jafnframt útselur í smáum stíl.

Forsendur fyrir vali

Á svæðinu eru landselslátur þar sem hafa verið allt að 38,7% landsela Austfjarða og 3,9% af heildarstofninum. Landselum hefur fækkað um 45,3% á svæðinu frá 1985.

Selir

Tegund  Lægsti fjöldi* Hæsti fjöldi* Hæsta % af
Suðurlandsstofni 
Hæsta % af
íslenskum stofni
Núverandi % af
íslenskum stofni
Landselur 55 (1992) 249 (1980) 38,7 (1989) 3,9 (2016) 3,2 (2018)
*Árin 1980–2018

Ógnir

Þættir sem taldir eru geta haft áhrif á fækkun sela eru veiðar, þar með taldar veiðar við laxveiðiár og hjáveiðar, og truflun.

Aðgerðir til verndar

Brýnt er að tryggja vernd sela í látrum og nærliggjandi grunnsævi þar sem fæðuöflun fer fram.

Núverandi vernd

Aðrar náttúruminjar Númer
Papey 624
Álftafjörður 652

Kortasjá

Álftafjörður–Hamarsfjörður–Papey í kortasjá

Útgáfudagsetning

3. desember 2020