Papey

Svæðið er tilnefnt vegna fugla. Það er innan tillögusvæðisins Álftafjörður–Hamarsfjörður–Papey, sem tilnefnt er vegna sela.

Papey á Íslandskorti
Papey
Mynd: Arnþór Garðarsson

Papey.

Mörk

Papey úti fyrir mynni Hamarsfjarðar, ásamt úteyjum og 1 km verndarjaðri umhverfis.

Stærð

16,7 km2

Hlutfall lands: 10%
Hlutfall sjávar: 90%

Svæðislýsing

Papey er er vel gróin, vogskorin og að mestu girt lágum björgum. Nokkrar smærri eyjar og hólmar eru við eyna. Lítilsháttar sauðfjárbeit, einnig ferðamennska og eggjataka.

Forsendur fyrir vali

Mikið lundavarp sem telst alþjóðlega mikilvægt, sem og stór teistubyggð.

Fuglar

Forgangstegundir varpfugla
Tegund  Árstími  Fjöldi (pör) Ár  % af íslenskum stofni
Teista Varp 200 2000 2
Lundi Varp 132.750 2014 7

Sjá einnig ítarlegri umfjöllun um sjófuglabyggðina Papey.

Ógnir  

Hlunnindanytjar.         

Aðgerðir til verndar

Setja þarf hliðstæða skilmála og gilda um Skrúð.

Núverandi vernd

Aðrar náttúruminjar Númer
Papey 624

Kortasjá

Papey í kortasjá

Útgáfudagsetning

5. apríl 2018, uppfært 26. maí 2020.