Dýjahnappur (Philonotis fontana)

Mynd af Dýjahnappur (Philonotis fontana)
Mynd: Hörður Kristinsson
Dýjahnappur (Philonotis fontana)

Útbreiðsla

Finnst víða um land (Bergþór Jóhannsson 1995a).

Búsvæði

Vex í dýjum, við ár, læki, lindir og tjarnir, í mýrum og flóum og í rökum klettum (Bergþór Jóhannsson 1995a).

Lýsing

Plöntur um 3-15 sm á hæð, vaxa oft í þéttum stórum bólstrum. Gróhirsla egglaga, álút og rákótt (Bergþór Jóhannsson 1995a).

Gróliður

Plöntur uppréttar, 3-15 sm, grænar eða gulgrænar efst en brúnar eða svartleitar neðan til, vaxa oft í þéttum stórum bólstrum. Rætlingar brúnir. Oftast er þétt rætlingaló á neðri hluta stönguls og er oft aðeins efsti hluti sprota rætlingalaus. Blöð 1,2-2,1 mm, bein eða bogin, oftast með greinilegum langfellingum í blaðgrunni. Neðri hluti blaðs egglaga. Frá honum mjókka blöð nokkuð snögglega fram í yddan framhluta sem er oftast stuttur en getur verið nokkuð langur og frammjór. Blaðrönd tennt niður að blaðgrunni. Tennur flestar tvöfaldar. Rif nær fram í blaðenda eða fram úr blöðku (Bergþór Jóhannsson 1995a).

Kynliður

Plöntur einkynja, alloft með gróhirslum. Stilkur 2-5 sm, brúnn, rauðbrúnn eða rauður. Gróhirsla egglaga eða næstum kúlulaga, óregluleg, álút, rákótt. Þurrar gróhirslur djúpskoróttar. Ytri kranstennur gulbrúnar eða rauðbrúnar, nokkuð grófvörtóttar framan til en fínvörtóttar neðan til. Innri krans gulleitur, vörtóttur (Bergþór Jóhannsson 1995a).

Frumur

Frumur vörtóttar á neðra borði blaða. Frumur í framhluta blaðs striklaga, frumur í blaðgrunni ferhyrndar, styttri og breiðari (Bergþór Jóhannsson 1995a).

Útbreiðsla - Dýjahnappur (Philonotis fontana)
Útbreiðsla: Dýjahnappur (Philonotis fontana)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |