Lækjalúði (Hygrohypnum ochraceum)

Útbreiðsla

Finnst víða um land, síst þó á Norðausturlandi (Bergþór Jóhannsson 1998).

Búsvæði

Vex á steinum og möl í og við ár og læki (Bergþór Jóhannsson 1998).

Lýsing

Stöngull oft jarðlægur en greinar uppréttar eða -sveigðar, beinar eða bognar. Blöð ekki sérlega þétt á stöngli og greinum (Bergþór Jóhannsson 1998).

Gróliður

Breytileg tegund. Plöntur í meðallagi stórar eða frekar stórar, geta orðið yfir 10 sm, óreglulega greinóttar, grænar, gulgrænar eða brúnleitar. Stöngull oft jarðlægur en greinar uppréttar eða uppsveigðar, beinar eða bognar. Blöð ekki sérlega þétt á stöngli og greinum, upprétt, oft einhliðasveigð. Stöngulblöð oftast 1,7-2,4 mm, kúpt, egglaga eða egglensulaga, mjókka smám saman fram í snubbóttan enda. Rif nokkuð breitt, langoftast klofið, nær upp að eða upp fyrir blaðmiðju. Í stöku blöðum getur rifið verið einfalt eða stutt og tvöfalt (Bergþór Jóhannsson 1998).

Kynliður

Plöntur einkynja, hefur ekki fundist hér með gróhirslum (Bergþór Jóhannsson 1998).

Frumur

Frumur í framhluta blaðs með frekar þunnum veggjum, oft dálítið bognar. Frumur fremst í blaði styttri. Hornfrumur stórar, ferhyrndar, með þunnum veggjum, litlausar, mynda áberandi en illa afmörkuð horn (Bergþór Jóhannsson 1998).

Útbreiðsla - Lækjalúði (Hygrohypnum ochraceum)
Útbreiðsla: Lækjalúði (Hygrohypnum ochraceum)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |